Fimmtudagur, 5. apríl 2007
Prógramm
Þá er brjálaða páskaprógrammið hafið og hingað til hefur mest allt staðist áætlun. Kom á föstudaginn síðasta og fór beint til Láru kláru og eldaði fyrir hana dýrindiskjúklingarétt. Við sátum svo og gauluðum í singstar með misjöfnum árangri og enduðu þær tilraunir í miðbæ Reykjavíkur. Eitthvað höfum við nú kannski sopið aðeins of stíft en við vorum að skrönglast heim undir morgunn. Ég týndi myndavélinni og ríkti mikil sorg yfir því daginn eftir.
Ég tók mig svo saman í andlitinu eftir mjög slappan laugardag, þar sem ég eyddi drjúgum tíma dagsins inn á salerninu, og fór á AME á Nasa. Æðislegir tónleikar með æðislegum færeyskum tónlistarmönnum. Tónleikarnir fóru nú misvel í þá sem voru með mér og endaði partýið mjög skyndilega fyrir sum okkar. Fer ekki nánar út í það
Sunnudagurinn rann upp bjartur og fagur og eyddi ég honum bara heima í rólegheitunum. Hringdi samt á skemmtistaðina til að athuga með myndavélina og mér til mikillar furðu hafði hún fundist. Gleði...gleði.
Ég mætti svo til vinnu á mánudeginum eins og vera bar en fór svo á kaffihús með Láru um kvöldið. Hitti þar fyrir algjöra tilviljun tvo af bloggvinum mínum og sátum við og hlógum og kjöftuðum þar til okkur var farið að verkja í andlitið.
Þriðjudagur: Ekkert markvert á dagskrá
Miðvikudagur: Bjórkvöld hjá vinnunni. Það byrjaði rólega, sátum og sötruðum öl þangað til garnirnar voru farnar að gaula en þá fórum við á Caruso. Þaðan röltum við á hina og þessa staði. Mjög gaman og allir í stuði... sumir meira en aðrir... en fer heldur ekki nánar út í það.
Í dag var mér og mömmu svo boðið í brunch til bróður hennar mömmu og konunnar hans og þar rigndi yfir okkur kræsingunum, malla mínum til mikillar ánægju. Í kvöld eru það svo tónleikar á Domo.
Brjálað að gera sko....
Athugasemdir
Vá, hvað það er nú gott að hlægja!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 7.4.2007 kl. 11:18
Jáháts... hlátur er allra meina bót Hlátur og blús góð blanda! Hlakka til næsta sessíóns...
Hugrún , 8.4.2007 kl. 17:58
Takk æðislega fyrir frábært kvöld Hugrún mín!!
Var búin að gleyma hvað við erum öflugar saman í djamminu Þeta var algerlega frábært og alveg yndilsegt að fá að hitta á þig áður en þú ferð aftur til Færeyjanna!
Hafðu það gott snúllan mín!
Koss og knús á þig
Íris DÖgg (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.