Framhald af páskum

Þar sem það er nú ekkert markvert að gerast hér á eyjunum ætla ég að halda áfram þar sem frá var horfið með páskaferðina og setja inn einhverjar fleiri myndir. 

Laugardagurinn: Ég og mamma héldum stelpumatarboð. Ég bauð tveimur vinkonum sínum og hún bauð tveimur vinkonum sínum. Byrjuðum á freyðivíni í fordrykk, svo voru rækjur með bestu gráðostasósu í öllum heiminum í forrétt.

 

Forrétturinn

 

Í aðalrétt voru svo nýsjálenskar nautalundir með bökuðum kartöflum, salati og sósu. Einfalt og gott. Kaffi, súkkulaði og líkjör setti svo punktinn yfir i-ið. Við vorum nú bara rólegar þótt ótrúlegt megi virðast og sátum bara og kjöftuðum inn í nóttina. Gott kvöld með góðu fólki.

 

Jóna Linda og Valdís
Alda
allar skvísurnar
Alda, Jóna Linda og Valdís
Lára, ég og mútta

Eftir þetta gerðist nú ekkert markvert að mig minnir. Ekki strax alla vega. Við mamma vorum bara í rólegheitum á páskadag minnir mig. Ég fór svo bara í vinnu á þriðjudeginum eins og gengur og gerist. Hitti vini og kunningja, fór í klippingu og var þá plötuð á tónleika á Dómó þá um kvöldið. Já sem var miðvikudagurinn 11.apríl, svo þið náið nú að fylgjast með þessu öllu. Ég fór sem sagt á þessa dívu-tónleika á Dómó og þeir voru mjög skemmtilegir og hvert heimsmetið í söng sett á fætur öðru. Þær sem þöndu barkana voru: Regína Ósk, Margrét Eir, Hera Björk og Heiða "Dís" (finnst að hún verði nú líka að vera með tvö nöfn) Hitti fullt af fólki sem ég hafði ekki hitt lengi og það sannast enn og aftur hvað það er gaman að hitta gamla og góða vini. Skolaði tónleikunum að sjálfsögðu niður með nokkrum hvítvínsglösum.

Helgina eftir komu Kjartan og Juli í mat. Við borðuðum restina af nautalundunum sem brögðuðust ennþá mjög vel. Ég var svo búin að plana að fara og hitta Hrefnu og Írisi í bænum seinna um kvöldið. Ég reyndist svo vera sú eina í þessu matarboði sem var í einhverju stuði þannig að ég var ein um að þiggja boð Ellu frænku um að kíkja í heimsókn. Fór þangað og endaði svo í bænum með stelpunum. Það er auðvitað alltaf gaman að hitta litlu vitleysingana, Írisi og Hrefnu og skemmtum við okkur eins og okkur einum er lagið. Fórum fyrst á Hressó og dönsuðum og enduðum svo í ruglinu á Dubliners. Tíhí nokkrar skemmtilegar myndir fylgja hér á eftir  LoL

 

Brósi
Juli
Ég og mamma
apamaðurinn
augun mín
 Segið svo að málning geri ekkert fyrir mann. Linsan var að pirra mig þannig að ég þurfti að hreinsa af öðru auganu.
Ég og Lauga og smá af Tryggva
Íris og Hrefna
Íris, Hrefna og ég
Hrefna Ýr
Viltu í nefið?
Hrefna, Íris, Hulda og kærastinn hennar

 

Jeeeyyyy, þá er páskafríið búið!! Alla vega allar sögur komnar sem ég get stutt með myndum. Spurning hvað ég á að taka fyrir næst?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband