Kókdósin komin

Nú eru merk tímamót í sögu Færeyja. Kók í dós er komin til landsins. Fólk flykkist í verslanir til að kaupa þennan góða drykk úr blikkdósum. Bara til lítil kók samt, enginn súperdós eins og tíðkast á Íslandi. En gleðin er mikil og ljómaði Bartal eins og sól í heiði þegar hann kom með kók í dós til að drekka með hádegismatnum í dag. Maðurinn hennar Tórunnar hafði farið og keypt þrjár sixpack og sett í ísskápinn fyrir helgina. Gott að geta glaðst yfir kókdósinni.

Hamingjan er úr plasti

Sá sem sagði að ekki væri hægt að kaupa hamingjuna hefur bara ekki vitað hvað hann var að tala um. Ég á núna demantabindi, tvennar gallabuxur, tvo boli og eina skyrtu og ég hef sjaldan verið hamingjusamari. Þannig að lykillinn að hamingjunni er að eyða peningum og kaupa sér dauða hluti. Kannski hafði Páll Óskar rétt fyrir sér þegar hann sagði að hún væri úr plasti?

Sit ég ein og sauma

Jæja nú get ég hætt að horfa á bláu sporin á hnénu á mér. Ég fór til læknis í dag og hún fjarlægði saumana. Hnéð lítur bara ágætlega út, þetta virðist ætla að gróa ágætlega. Held samt að ég verði ekki kosin "Fallegasta hnéð 2007" En hver þarf á þvílíkum hégóma að halda? Ekki ég alla vega þar sem ég byggi mína sjálfsmynd á minni innri konu, ekki pakkningunum. Jeh right? Trúðuð þið þessu? Var einmitt að skoða stundaskrána í Baðhúsinu í dag. Sá mér til mikillar ánægju að þeir eru komnir með BodyStep. Jey!! Það er uppáhaldið mitt og einmitt svo gott fyrir hnén. Þannig að ágúst verður tileinkaður Baðhúsinu. Eða það er alla vega planið svona í fjarlægðinni. Gott að hreyfa aðeins á sér rassgatið áður en ég fer í sumarfrí. 

En ég setti smá Búdam inn á spilarann hérna til að leyfa ykkur að heyra. Álit vel þegin!! 


Framhald af páskum

Þar sem það er nú ekkert markvert að gerast hér á eyjunum ætla ég að halda áfram þar sem frá var horfið með páskaferðina og setja inn einhverjar fleiri myndir. 

Laugardagurinn: Ég og mamma héldum stelpumatarboð. Ég bauð tveimur vinkonum sínum og hún bauð tveimur vinkonum sínum. Byrjuðum á freyðivíni í fordrykk, svo voru rækjur með bestu gráðostasósu í öllum heiminum í forrétt.

 

Forrétturinn

 

Í aðalrétt voru svo nýsjálenskar nautalundir með bökuðum kartöflum, salati og sósu. Einfalt og gott. Kaffi, súkkulaði og líkjör setti svo punktinn yfir i-ið. Við vorum nú bara rólegar þótt ótrúlegt megi virðast og sátum bara og kjöftuðum inn í nóttina. Gott kvöld með góðu fólki.

 

Jóna Linda og Valdís
Alda
allar skvísurnar
Alda, Jóna Linda og Valdís
Lára, ég og mútta

Eftir þetta gerðist nú ekkert markvert að mig minnir. Ekki strax alla vega. Við mamma vorum bara í rólegheitum á páskadag minnir mig. Ég fór svo bara í vinnu á þriðjudeginum eins og gengur og gerist. Hitti vini og kunningja, fór í klippingu og var þá plötuð á tónleika á Dómó þá um kvöldið. Já sem var miðvikudagurinn 11.apríl, svo þið náið nú að fylgjast með þessu öllu. Ég fór sem sagt á þessa dívu-tónleika á Dómó og þeir voru mjög skemmtilegir og hvert heimsmetið í söng sett á fætur öðru. Þær sem þöndu barkana voru: Regína Ósk, Margrét Eir, Hera Björk og Heiða "Dís" (finnst að hún verði nú líka að vera með tvö nöfn) Hitti fullt af fólki sem ég hafði ekki hitt lengi og það sannast enn og aftur hvað það er gaman að hitta gamla og góða vini. Skolaði tónleikunum að sjálfsögðu niður með nokkrum hvítvínsglösum.

Helgina eftir komu Kjartan og Juli í mat. Við borðuðum restina af nautalundunum sem brögðuðust ennþá mjög vel. Ég var svo búin að plana að fara og hitta Hrefnu og Írisi í bænum seinna um kvöldið. Ég reyndist svo vera sú eina í þessu matarboði sem var í einhverju stuði þannig að ég var ein um að þiggja boð Ellu frænku um að kíkja í heimsókn. Fór þangað og endaði svo í bænum með stelpunum. Það er auðvitað alltaf gaman að hitta litlu vitleysingana, Írisi og Hrefnu og skemmtum við okkur eins og okkur einum er lagið. Fórum fyrst á Hressó og dönsuðum og enduðum svo í ruglinu á Dubliners. Tíhí nokkrar skemmtilegar myndir fylgja hér á eftir  LoL

 

Brósi
Juli
Ég og mamma
apamaðurinn
augun mín
 Segið svo að málning geri ekkert fyrir mann. Linsan var að pirra mig þannig að ég þurfti að hreinsa af öðru auganu.
Ég og Lauga og smá af Tryggva
Íris og Hrefna
Íris, Hrefna og ég
Hrefna Ýr
Viltu í nefið?
Hrefna, Íris, Hulda og kærastinn hennar

 

Jeeeyyyy, þá er páskafríið búið!! Alla vega allar sögur komnar sem ég get stutt með myndum. Spurning hvað ég á að taka fyrir næst?

 


Helgin

Þetta var letihelgi dauðans. Lá upp í sófa mest allan tímann að horfa á L-word. Er alveg að verða komin að þáttunum sem verið er að sýna heima held ég. Ég stóð nú reyndar upp annars slagið til að setja í þvottavél og taka úr henni aftur og fá mér að borða. Eldaði meira að segja á laugardagskvöldinu.... geri aðrir betur. Jú og svo fór ég á tónleika reyndar með Búa Damm. Þeir voru hressandi þótt ég hafi ekki alveg verið í skapi fyrir svona ofurgleðitónlist með ríflegum skammti af machostælum og sér lagi um kynfæri kvenna. En ég skemmti mér samt vel... svona inni í mér  Smile

Bömmer

Ég átti miða á morgun á sinfóníutónleika með Eivör og Röggu Gröndal. Þær mæta hvorugar og ég mun því fara á morgun og fá miðana endurgreidda. Var of spennt að sjá þær tvær til að geta sætt mig við einhverjar færeyskar söngkonur.

Ég er....

ennþá í vinnunni og mér er ekki skemmt. Crying  Sit og bíð eftir að prentarinn gubbi út úr sér 750 blaðsíðum. Held ég hefði verið fljótari á ritvélinni.

Tímavél

Þar sem ég er nú búin að vera svo léleg í blogginu verð ég að biðja um smá skilning á tímaflakki. Það er nú einu sinni þannig að það er skemmtilegra að skrifa um það sem er manni í fersku minni. Eða það er ágætt að skrifa um lífsreynsluna til að athuga hvað maður man mikið Smile

Ég var sem sagt boðin í sextugsafmæli mömmu Bartals á föstudaginn. Við áttum að vera mætt kl.16.30 til að taka langferðabíl. Ég var mætt með afmælisbarninu, mömmu hennar, Bartal og dóttur hans um klukkan fjögur, bara ef einhver yrði nú tímanlega í því. Það gerðist reyndar ekki þar sem Færeyingar eru ekki stundvísasta fólk í heimi. Partýið hófst á ákavíti og bjór í rútunni. Við keyrðum um í ca. einn og hálfan tíma þar sem veðrið var æðislegt, sól og geggjað útsýni. Við komumst svo loks á áfangastað eftir mikinn söng og fjör á meðan á akstrinum stóð.

Afmælið var haldið í gömlu pakkhúsi við ströndina og húsið og umhverfið voru í einu orði sagt frábær. Maturinn var æðislegur og nóg af hvítvíni og rauðvíni. Ég ákvað á einhverjum tímapunkti að það kæmi í minn hlut að sjá um að ekkert yrði eftir af víninu. Og eins og allt sem ég ákveð að taka mér fyrir hendur stóð ég mig mjög vel í þessu sjálfskipaða verkefni mínu. Ég skemmti mér alla vega konunglega, talaði færeysku eins og innfædd og söng lög sem ég kunni ekki. Söng líka nokkur velvalin íslensk lög en ég held ég hafi alveg sleppt dansinum... nei... reyndar ekki, dansaði vikivaka heillengi. Það er lúmskt gaman og ótrúlegt hvað þessi einföldu spor geta vafist fyrir manni! Mér fannst samt krúttlegast þegar tvær sjö ára skvísur slógust í hópinn og kunnu þetta allt saman upp á hár. Þegar líða tók á kvöldið fann ég einmitt þessar sjö ára í rúmi sem hafði verið komið fyrir hjá fatahenginu. Ég ákvað að fara að þeirra fordæmi og leggja mig hjá þeim. Bartal vakti mig svo þegar rútan var komin og tími var kominn til að halda heim á leið. Ég komst út í rútu og ákvað að halda bara áfram að sofa þar. Þegar við vorum svo komin til Þórshafnar var minns orðinn ýkt hress aftur og tók boði um að kíkja aðeins í bæinn, reyndar eftir að sú ágæta kona var búin að sannfæra mig um að liti ekkert hræðilega út. Það var nú ekki mikið fjör í bænum og við ákváðum að kíkja á Manhattan. Þeir sem hafa komið til Þórshafnar vita kannski að það er stórhættuleg brekka sem liggur fyrst niður og svo aftur upp að Manhattan. Ég á ofurhælunum mínum var að labba niður þessa háskabrekku þegar ég dett allt í einu, mjög dömulega samt, beint á hnéð. Ég var fljót að standa upp til að valda mér og fylgdarkonu minni ekki miklum vandræðaheitum. Fann aðeins til í hnénu en lét það ekki á mig fá og hélt ferðinni áfram á Manhattan. Hugsaði á leiðinni að fyrst ég væri að detta á annað borð hefði það átt að gerast miklu fyrr um kvöldið miðað við ástandið á skvísunni. En jæja.... Á Manhattan komumst við nú og ég fór á klósettið. Þá blasti við mér gat á buxunum mínum, á sokkabuxunum og þegar ég fór að athuga það nánar... líka á hnénu. Og það sást alveg í kjötið, eins og maður sagði alltaf þegar maður fékk slæm sár sem krakki. Ég tók klósettpappír og setti við sárið og lét sokkabuxurnar halda við pappírinn. Fór svo fram og hitti þar fylgdarkonuna sem sagði að hér væri ekkert skemmtilegt þannig að við gætum alveg farið. Við fórum út og ég sagðist ekki þora öðru en að fara upp á slysó til að láta kíkja á hnéð. Hún fékk vægt taugaáfall og bauðst til að finna með mér leigubíl og senda mig upp á slysó. Sem er "skaðastova" á færeysku. Mér fannst hún alltaf segja skíðastova og hló mikið að því. En upp á slysó fór ég þar sem tvær konur gerðu að sárum mínum. Ég var að sjálfsögðu í kastinu allan tímann og fannst hjúkkan agalega dónaleg þegar hún bað mig að fara úr buxunum. "Buxunum?? En ég er bara með sár á hnénu??" Ég lét þó undan og treysti því að þær myndu ekki misnota sér ástand mitt. Ég varð því ægilega glöð þegar hjúkkan svaraði því játandi að það hefði verið rétt hjá mér að koma. Ég var nefnilega alltaf að velta því fyrir mér hvað það hefði verið vandræðalegt ef þær hefðu bara skellt plástri á sárið og sagt mér að fara heim að sofa. En nei.. það þurfti að sauma. Hjúkkan var alltaf að vara mig við einhverjum sársauka sem lét nú á sér standa en ég leyfði henni nú samt að halda í höndina á mér á meðan ég var deyfð. Held að henni hafi bara liðið betur yfir því. Konulæknirinn saumaði mig svo saman, 4 eða 5 spor og þar sem ég er búin að horfa svo mikið á Grey's Anatomy var ég alltaf að velta fyrir mér hvort hún hefði gert þetta áður. Ég held nú samt að hún hafi staðið sig vel stelpan. Ég var svo leyst út með stífkrampasprautu og þá mátti ég fara heim. Ég bað einhvern þarna um að hringja á leigubíl fyrir mig þar sem ég var víst búin að týna símanum mínum og eftir langa og stranga nótt gat ég loksins farið að sofa. 

Buxurnar SáriðMeira sár

Ég vaknaði daginn eftir við að Bartal var komin til að sækja fötin sín. Hann var fjarri góðu gamni og var í kastinu yfir að ég hefði endað upp á slysó. Hann vissi heldur ekkert um símann minn en ég var nú ekki mjög áhyggjufull þar sem það eru allir svo heiðarlegir hérna í Færeyjum. Ég vissi að ef einhver hefði fundið hann myndi hann að öllum líkindum enda hjá mér aftur. Sem varð svo auðvitað raunin. Nokkrum hálftímum síðar kemur mamma hans til mín og segist vera með símann minn. Vinkona hennar hafði fundið hann í jakkavasa mannsins síns. Ekki veit ég hvað hann var að gera þar nema að hann hefur trúlega fundið hann. Konan hans var nú eitthvað efins og ég er að spá í hvort ég eigi að hringja í hana og segja henni að það séu nú engar líkur á að ég hafi verið að reyna við manninn hennar  Grin 

En þetta var alla vega mjög skemmtilegt kvöld þótt það hafi kannski endað með öðrum hætti en ætlað var. En ég gat nú ekki látið brósa litla einan um að heimsækja slysó að loknu djammi, ég varð að fá að prófa líka.

Ég ætla að henda inn myndum af herlegheitunum inn á flickr síðuna mína. Njótið!! 


Áfram með lífið

Whistling   Ja hérna ég hef bara ekkert bloggað síðan um páskana. En nú er ég mætt af fullum krafti en ég hef bara ekki verið í stuði til að deila hugsunum mínum eða atburðum með öðru fólki. Sorrí. En nú hefur Skúli fúli verið rekinn heim til sín og Gerði gleðipinna hefur verið boðið að dvelja um tíma. Held svei mér þá að hún ætli að þiggja boðið  Grin

Mér finnst samt eins og ég verði að byrja þar sem frá var horfið og klára að segja frá páskaferðinni minni og sýna fleiri myndir.

Á fimmtudeginum fór ég svo á tónleika á Dómó. Þessir tónleikar voru hluti af blúshátíð Reykjavíkur og var Matti vinur minn að spila. Ég tók mömmu og vinkonu hennar með og við fórum og hittum Áslaugu konu Matta (þau eru hláturvinirnir sem ég hitti á kaffihúsinu  Grin) Tónleikarnir voru að sjálfsögðu mjög skemmtilegir en það voru nokkrar hljómsveitir sem tróðu upp. Misgóðar þó eins og gengur og gerist. M-projekt var samt skemmtilegast Tounge Andrea gylfa kom að sjálfsögðu og tróð upp eins og hennar er von og vísa og svo var Didda leikkona með einhvern gjörning eða söng eða hvað sem þetta var líka. Ég ætla einhvern tímann að kaupa mér svona bleikan topp eins og gellan er í á myndinni og verða alvöru grúppía.

 

 

 

 

 Á föstudeginum langa var mér svo boðið í mat til Ellu frænku og þar sem ég ætlaði á djammið með Láru og Valdísi var ekkert annað í stöðunni en að semja við Ellu frænku að bjóða þeim líka í mat. Og það er nú bara þannig með Ellu frænku að hana munar ekkert um að hafa 8 eða 11 manns í mat. Maturinn var æði, við horfðum á úrslitin í x-factor og ég kenndi liðinu að bera Jógvan fram á færeysku. Við skutlurnar enduðum svo í bænum eftir dýrðarinnar kræsingar.... minnir mig  Blush

 

 
 
 
Gunnar Þór
 
 
 
 
 
Aðalpæjan mín

Jæja þetta er nú allt að hafast hjá mér. Ætla samt að setja punkt hér þangað til um helgina. Bara nokkur kvöld eftir af páskaprógramminu Wink  Ég henti líka inn nokkrum myndum í síðustu færslu... svona til að hafa þetta alvöru!


Prógramm

Þá er brjálaða páskaprógrammið hafið og hingað til hefur mest allt staðist áætlun. Kom á föstudaginn síðasta og fór beint til Láru kláru og eldaði fyrir hana dýrindiskjúklingarétt. Við sátum svo og gauluðum í singstar með misjöfnum árangri og enduðu þær tilraunir í miðbæ Reykjavíkur. Eitthvað höfum við nú kannski sopið aðeins of stíft en við vorum að skrönglast heim undir morgunn. Ég týndi myndavélinni og ríkti mikil sorg yfir því daginn eftir. 

 

Að elda hjá Láru
 
Auðvitað í símanum
 
Enn í símanum
 
Mig vantar naglaþjöl
 
Vinkonur

 

Ég tók mig svo saman í andlitinu eftir mjög slappan laugardag, þar sem ég eyddi drjúgum tíma dagsins inn á salerninu, og fór á AME á Nasa. Æðislegir tónleikar með æðislegum færeyskum tónlistarmönnum. Tónleikarnir fóru nú misvel í þá sem voru með mér og endaði partýið mjög skyndilega fyrir sum okkar. Fer ekki nánar út í það  Tounge

Sunnudagurinn rann upp bjartur og fagur og eyddi ég honum bara heima í rólegheitunum. Hringdi samt á skemmtistaðina til að athuga með myndavélina og mér til mikillar furðu hafði hún fundist. Gleði...gleði.

Ég mætti svo til vinnu á mánudeginum eins og vera bar en fór svo á kaffihús með Láru um kvöldið. Hitti þar fyrir algjöra tilviljun tvo af bloggvinum mínum og sátum við og hlógum og kjöftuðum þar til okkur var farið að verkja í andlitið.

Þriðjudagur: Ekkert markvert á dagskrá

Miðvikudagur: Bjórkvöld hjá vinnunni. Það byrjaði rólega, sátum og sötruðum öl þangað til garnirnar voru farnar að gaula en þá fórum við á Caruso. Þaðan röltum við á hina og þessa staði. Mjög gaman og allir í stuði... sumir meira en aðrir... en fer heldur ekki nánar út í það.

 

Alda á Caruso
 
 
 
Leifur
 
Finnbjörn
 
 
 
 

 

Í dag var mér og mömmu svo boðið í brunch til bróður hennar mömmu og konunnar hans og þar rigndi yfir okkur kræsingunum, malla mínum til mikillar ánægju.  Í kvöld eru það svo tónleikar á Domo.

Brjálað að gera sko.... 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband