Áfram með lífið

Whistling   Ja hérna ég hef bara ekkert bloggað síðan um páskana. En nú er ég mætt af fullum krafti en ég hef bara ekki verið í stuði til að deila hugsunum mínum eða atburðum með öðru fólki. Sorrí. En nú hefur Skúli fúli verið rekinn heim til sín og Gerði gleðipinna hefur verið boðið að dvelja um tíma. Held svei mér þá að hún ætli að þiggja boðið  Grin

Mér finnst samt eins og ég verði að byrja þar sem frá var horfið og klára að segja frá páskaferðinni minni og sýna fleiri myndir.

Á fimmtudeginum fór ég svo á tónleika á Dómó. Þessir tónleikar voru hluti af blúshátíð Reykjavíkur og var Matti vinur minn að spila. Ég tók mömmu og vinkonu hennar með og við fórum og hittum Áslaugu konu Matta (þau eru hláturvinirnir sem ég hitti á kaffihúsinu  Grin) Tónleikarnir voru að sjálfsögðu mjög skemmtilegir en það voru nokkrar hljómsveitir sem tróðu upp. Misgóðar þó eins og gengur og gerist. M-projekt var samt skemmtilegast Tounge Andrea gylfa kom að sjálfsögðu og tróð upp eins og hennar er von og vísa og svo var Didda leikkona með einhvern gjörning eða söng eða hvað sem þetta var líka. Ég ætla einhvern tímann að kaupa mér svona bleikan topp eins og gellan er í á myndinni og verða alvöru grúppía.

 

 

 

 

 Á föstudeginum langa var mér svo boðið í mat til Ellu frænku og þar sem ég ætlaði á djammið með Láru og Valdísi var ekkert annað í stöðunni en að semja við Ellu frænku að bjóða þeim líka í mat. Og það er nú bara þannig með Ellu frænku að hana munar ekkert um að hafa 8 eða 11 manns í mat. Maturinn var æði, við horfðum á úrslitin í x-factor og ég kenndi liðinu að bera Jógvan fram á færeysku. Við skutlurnar enduðum svo í bænum eftir dýrðarinnar kræsingar.... minnir mig  Blush

 

 
 
 
Gunnar Þór
 
 
 
 
 
Aðalpæjan mín

Jæja þetta er nú allt að hafast hjá mér. Ætla samt að setja punkt hér þangað til um helgina. Bara nokkur kvöld eftir af páskaprógramminu Wink  Ég henti líka inn nokkrum myndum í síðustu færslu... svona til að hafa þetta alvöru!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matti sax

Það var mikið. Velkomin aftur

Matti sax, 9.6.2007 kl. 07:03

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Æji, hvað það er nú gott að sjá þig aftur á blogginu Hugrún mín. Stórt knús og vona að allt sé í gúddí!  Hlakka til að hlægja með þér og það vonandi von bráðar! Kveðja Áslaug

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 9.6.2007 kl. 07:55

3 identicon

hæ, gott að fá blogg aftur... besta mál... nú hefur maður eitthvað að gera í vinnunni er ennþá með suð eftir krakkana úr símanum í gær...vá maður

kjartan (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 12:28

4 Smámynd: Hugrún

Já ég mun sko pottþétt hafa samband við ykkur þegar ég kem heim. Verðið samt að bíða þangað til í ágúst. Asnaðist ég ekki til að bjóða í lasagna einhvern tímann 

Og Kjartan já... þér voru ansi hressar skvísurnar og samt líklega þær einu sem voru edrú. En ég týndi símanum mínum. Vona að hann skili sér nú aftur annars neyðist ég til að kaupa nýjan 

Hugrún , 9.6.2007 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband