Fimmtudagur, 29. mars 2007
Næstum tilbúin
Næstum tilbúin... Þetta minnir mig nú á söguna um Báru og Benna þar sem Bára var á leið í heimsókn til ömmu sinnar en gleymdi alltaf einhverju að fara í. Hún átti sem sagt að klæða sig sjálf og hélt alltaf að hún væri reddí þangað til mamma hennar sagði: "Nei Bára mín, þú átt eftir að fara í.... " og svo opnaði maður svona flipa neðst á blaðsíðunni og þar var mynd: "sokkana þína" Komst að því á efri árum að amma hafði gagnrýnt þessa bók harðlega (hún er í sömu seríu og Bláa kannan og þessi þarna um strákinn, hafragrautinn og tunglið) því að í sömu bók var Benni að fara út að leika sér í rigningunni. Hann þurfti enga mömmu til að segja sér til því hann fattaði alltaf sjálfur hverju hann var að gleyma. Af því að Benni var svo klár. Það getur vel verið að Benni hafi kannski bara verið eldri, eða Bára eitthvað seinþroska. Ég hef ekki séð þessa bók eftir að ég komst á fullorðinsár en ég verð eiginlega að fara að grafa hana upp.
Jæja nú er Bartal kominn að sækja mig í páskabjórinn. Ég er sko búin að pakka og allt og þá maður alveg fá sér smá bjór.
Skál!!!
Athugasemdir
Skál í botn!!!!!!!!!!
Hrefna Ýr (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 14:20
Ég skal lána þér bókina
Matti sax, 30.3.2007 kl. 22:33
Og ertu búinn að rannsaka þetta? Er Benni duglegri en Bára? Er þetta grunsamlegur munur á kynjunum?
Ég verð örugglega bara að fara í saumana á þessu sjálf
Hugrún , 2.4.2007 kl. 12:20
Á þeim árum sem bókin var skrifuð (nítjánhundruðfimmtíuogeitthvað...) ríkti sú almenna skoðun að karlmenn væru klárari en konur. Við erum nú aldeilis búnar að afsanna það er það ekki?? Annars er ég búin að lesa þessa bráðskemmtilegu bók fyrir börnin mín milljón sinnum án þess að fatta þetta með kynjamisréttið Er samt á þeirri skoðun að Benni sé eldri en Bára.......
Jóna Bryndís (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.