Sunnudagur, 25. mars 2007
Batnandi konu er best að lifa
Jæja tvær bloggfærslur á einum degi.... Usssss.... Reyndar skrifaðar eftir miðnætti í nótt og svo rétt fyrir miðnætti í kvöld.... en lúkkar geðveikt vel út á við. Og er maður ekki alltaf að reyna að lúkka vel út á við. Ég veit ég geri það alla vega.
Hef reyndar ekkert að segja. Ég svaf allt of lengi í dag og þar að auki var tekinn af mér einn klukkutími þar sem verið var að breyta klukkunni hérna. Já og svo er ég með svo mikla hellu í eyrunum að ég heyri ekki neitt. Sem skiptir ekki öllu máli þar sem ég þarf svo sem ekki að heyra neitt mikið í dag. Bara að ég heyri þegar þvottavélin er búin. Þetta verður alla vega löng nótt þar sem ég mun örugglega ekki sofna fyrr en seint og um síðir. Þá er trikkið að fara ekkert upp í rúm fyrr en maður er orðinn þreyttur þannig að ég hugsa að ég muni bara vera dugleg að lesa og hugsa um allt sem mig langar að kaupa mér. Mig hefur gripið eitthvert kaupæði... hugsa ekki um annað en veraldlega hluti sem mig langar að eignast. En ég hef nú alveg fengið svona æði áður og ég veit að það mun ganga yfir. Svo kostar nú ekkert að láta sig dreyma. Það hættulega við það samt er að þá fer ég að lifa í framtíðinni í staðinn fyrir að einbeita mér að nútíðinni. Enda er framtíðin stundum auðveldari en nútíðin. Get alveg farið langt fram úr sjálfri mér í framtíðarpælingum í staðinn fyrir að taka á málum líðandi stundar. En það er víst fyrsta skrefið að gera sér grein fyrir vandanum til að geta tæklað hann. Enda eru þetta yfirleitt bara tímabil sem líða hjá.
Það er farið að bætast við páskaplanið. Fyrsta helgin er orðin uppbókuð en þó er pláss fyrir vöfflukaffi á sunnudeginum ef einhver vill taka það að sér. Annars er ég ekkert að missa mig í planleggingum fyrir þessa ferð. Ætla nú svona meira að leyfa þessu að ráðast. Vil þó að fólk hringi í mig ef það er að fara að halda partý eða er boðið í eitt slíkt þar sem ég ætla að vera allsvakalega dugleg í djamminu, svona eins og heilsan leyfir alla vega.
Nenni annars ómögulega í vinnuna á morgun.
PS. Er loksins búin að setja inn myndir af árshátíðinni á flickr.
Athugasemdir
Maður hefur ekki undan að lesa bloggið þitt.......Gaman að því samt :) Skál
Matti sax, 25.3.2007 kl. 22:43
Mikið var að ritstíflan brast !
Kveðja Ení...
Anna Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 10:27
Sammála síðasta ræðumanni. Maður var farin að efast um að bloggarinn væri með lífsmarki. En sem betur fer er hún það og þarf - að gefnu tilefni - ekkert á neinu sogi eða klórmeðferð að halda. Enga gerfi-Hugrúnu þeinkjúverímöts ! En góða skemmtun á klakanum um páskana. Geri sjálf ráð fyrir að verða norðan heiða um þær helgu hátíðir, að gúffa í mig góðmetið hjá henni múttu minni.
Jóna Bryndís (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 13:14
Hafðu það gott um páskana Jóna mín og þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af neinu sogi eða neitt.... bara spurning um að orginal Hugrún drulli sér í ræktina og fari að bursta tennurnar
Hugrún , 28.3.2007 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.