Sunnudagur, 25. mars 2007
x-factor
Pabbi hringdi í mig í kvöld ferlega fúll. Hann var nú aðallega fúll yfir því sem honum fannst heldur ódýr redding á bloggleysi sem hefur hrjáð mig undanfarnar vikur. Hann sagðist alveg vita það að mér fyndist gott að sofa og allt það sem kom fram á myndunum. Hann heimtaði bloggfærslu og þar sem ég er búin að vera gróin við sófann meira og minna alla síðustu viku sökum veikinda hef ég nú ekki frá miklu að segja. Það hefur vakið furðu mína hvað það getur verið margt óáhugavert í sjónvarpinu þrátt fyrir tugi stöðva. En á flakki mínu um sjónvarpsheima í kvöld sá ég allt í einu unga ljóshærða stelpu að syngja. Ég staldraði við því það var greinilegt að ekki var um fagmann að ræða. Eftir nokkurra sekúndna áhorf sá ég allt í einu nafnið Guðbjörg sem mér fannt nú hljóma mjög íslenskt. Þegar hún var búin var Halla allt í einu mætt á skjáinn ásamt Palla, Ellý og Einari Bárða. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Var að velta fyrir mér hvort einhverju hefði slegið saman í sjónvarpinu eða þá að ég hefði bara sofnað og væri að dreyma að ég væri að horfa á x-factor. Ég fattaði svo reyndar að trúlega hefði færeyska sjónvarpið keypt þættina til að sýna landanum Jógvan þenja raddböndin. Ég veit að ég er mjög mikið á eftir að tjá mig um þessa þætti en ég hef blessunarlega ekki getað horft á þetta fyrr. Ég var með bjánahroll allan tímann sem á þessum hryllingi stóð. Ég veit ekki hvað mér fannst verst... jú ég veit það... Ellý. Djók!! Ég fylltist alla vega ekki neinu þjóðarstolti þrátt fyrir að vera í "útlöndum". Ekki frekar en þegar Eiríkur mun stíga á stokk í Finnlandi. En það er efni í aðra bloggfærslu. Ég er alla vega bara fegin að ég mun verða í Íslandi næst þegar þessi þáttur verður sýndur hér þannig að ég mun ekki villast inn á þetta aftur.
Til að fyrirbyggja allan misskilning elska ég samt svona þætti... kvíði t.d. mjög að missa af American Idol á meðan ég verð heima í páskafríi. Og ég verð að fara að finna mér eitthvað að gera á föstudagskvöldum því að Dancing on Ice var að klárast í gær. Og já, ég er að verða sjónvarpssjúklingur... Er búin að horfa of mikið á E-entertainment þar sem ég stend sjálfa mig að því að vera farin að hugsa um bleikjun á tönnum, fitusog og brjóstaminnkun. Og svo langar mig ógeðslega í milljón króna demantshálsmen og svona kjól eins og Drew Barrymore var í á Golden Globe og hár eins og Eva Longoria.
En já það styttist í að ég komi til landsins og þá lagast ég aftur... lofa
Athugasemdir
Hahaha þú ert svo yndisleg elsku Hugrún mín hehehe
Ég skal koma með þér í fitusog og bleikjun á tönnum..veit ekki með brjóstin...ætli maður þurfi ekki að fara fá fyllingu eftir síðustu mánuði
Vonandi fáum við að hitta þig næst þegar þú mætir á klakann
Hafðu það gott elskan mín
Íris Dögg (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 11:21
Já ég kíki pottþétt í kaffi til ykkar mæðgnanna. Og svo má endilega láta mig vita ef þið skutlurnar kíkið á djammið... þá er ég nú ekki að meina ykkur mæðgurnar Ég kem föstudaginn 30.mars og fer aftur 16.apríl. Jeeeyyyyy!!!!
Hugrún , 25.3.2007 kl. 18:24
Magnað stuð ! Mæli með Dómó 5.apríl kl.22:30. M blues project mun gera allt vitlaust á blúshátíð Reykjavíkur. Bandið sennilega ekki ná að toppa Boðsmiða en so what....Það verður samt stuð :)
Matti sax, 25.3.2007 kl. 22:29
Það toppar ekkert Boðsmiða En ég mæti... ekki spurning!!
Hugrún , 25.3.2007 kl. 22:42
Gott mál, hlakka til að sjá þig. Dragðu fullt af fólki með þér, takk fyrir
Matti sax, 25.3.2007 kl. 22:45
frábært..ég bara farin í baksturinn
Síðan erum við stöllur, ég og Hrefna Ýr, að fara á tjúttið 14.4. Erum reyndar að fara í nett innfluttningsparty..en við mælum okkur mót og dönsum frá okkur allt vit..er það ekki málið Matti kíkir með og hristir á sér bossann??? hehe
Hlakka ofsalega mikið til að sjá þig stelpa.
Tjingeling
Íris Dögg (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.