Mammslan mín komin

Jæja nú er annar helmingurinn af mér staddur hjá mér. Mamma mín kom í gær að heimsækja einkadótturina. Ég fór út á völl að sækja hana og tvo vinnufélaga í gærkvöldi.

Við erum búnar að hafa það voðalega gott við mæðgurnar. Vöknuðum bara í rólegheitunum í morgun, bökuðum rúnstykki og sátum og spjölluðum og drukkum kaffi fram yfir hádegi. Helltum okkur svo út í rokið og rigninguna. Kíktum á skrifstofuna og keyptum smá túristadót, völdum flottara dótið af tvennu mögulegu  Smile Fórum svo í verslunarmiðstöðina og ég lét mömmu kaupa pæjuföt. Svo elduðum við lasagne (Dem Áslaug... þú misstir af því aftur!!!) og drukkum rauðvín með. Ís og marssósa setti svo punktinn yfir i-ið. Bartal og Katrin dóttir hans komu í mat og við höfðum það bara reglulega huggulegt. Þegar börnin voru farin tók svo alvaran við og húsfreyjan gerði æris koffí af sinni einskæru snilld.

Nú erum við að fara að dansa fugladansinn í stofunni.... bíbíbí og dirrindí.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Skemmtið ykkur vel mæðgur :)

Anna Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 10:01

2 identicon

bið að heilsa mömmsu :o)

Lára (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 16:47

3 identicon

ofsalega hljómar þetta vel. Njótið þess að vera saman mæðgur og málið bæinn rauðann

Koss og knús frá mér og minni

Íris Dögg (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 18:51

4 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Mér finnst eins og þú sért að stríða mér... þú veist að lasagna partý er bannað án mín!
 

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 25.2.2007 kl. 07:51

5 identicon

Hæhæ sæta mín....

 Er Alli búnað koma og kasta kveðju á þig? Hann er búnað spyrja mikið um þig hvar þu sért að vinna svo hann geti sagt hæ við þig haha

bið að heilsa kveðja héðan

hrefna yr (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband