Regnbuxnadagur

Í dag komst ég í vinnuna án þess að Siffa vaknaði. Hún hrökk upp um níuleytið og kíkti undir sængina mína til að sannfæra sig um að ég væri örugglega farin í vinnuna. Ég var nú frekar löt í vinnunni verð ég að viðurkenna en Siffa kom kl. 12.30 og leysti mig úr prísundinni. Við fórum og fengum okkur að borða en svo sannfærði hún mig um það að ég gæti ekki farið í göngu án þess að eiga regnbuxur. Ég gat nú alveg tekið undir það með henni þar sem vætan gerir oft vart við sig þegar síst skyldi hér í þessu eyjalandi. Við fórum því í Skipafélagið. Þar var frekar krúttleg kona sem bauð okkur aðstoð. Við sögðumst þurfa regnbuxur. Ódýrar? spurði hún. Nei ekkert frekar svöruðum við í kór. Hún sýndi okkur þá Hellytex buxur sem pössuðu ágætlega. Við ákváðum þó að það sakaði ekki að prófa númeri minna. Konan reyndist samt upptekin við annað og benti okkur á að gramsa bara í rúmfatalagersskúffunni sem var þokkalega skipulögð. Mátaði aðrar buxur sem virtust jafngóðar Hellybuxunum. Spurðum um mun og varð Helly fyrir valinu. Ég á nýjar andandi regnbuxur!

Fórum svo í Intrum, Imerco, Matas, Miklagarð, heim, Rúsuna og heim. Fórum svo út að borða á Merlot og vorum bara tvær allt kvöldið fyrir utan kokkinn og þjóninn og svo vin þjónsins sem kom í heimsókn í smástund. Matur mjög góður, rauðvín gott, kaffi gott, líkjör góður og flott veggfóður. 

Manhattan heimsóttum við svo áður en lagt var af stað heim á leið. Við hlustuðum á tvo skemmtilega gaura og spjölluðum aðeins við misskemmtilegt fólk. Kona keyrði okkur heim og sagði sextíu en aðrir höfðu sagt sextíu og fimm í dag.

Heima gerðum við klaka fyrir annað kvöld, smurðum nesti fyrir gönguna miklu á morgun og núna erum við að fara að glöggva okkur á leiðinni en svo verður bara farið í rúmið eftir nákvæmlega 19 mín. Góða nótt  :O) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haaaa??? sextiu?? sextiu og fimm??? varstu svona full i gaer?

Juliana og Kjartan (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 00:04

2 Smámynd: Hugrún

Hehe spurning um að geyma stundum að blogga þangað til runnið er af manni. Það sem þetta átti nú að þýða var að leigubíllinn var ódýrari á leiðinni heim en niður í bæ og báðar leigubílstjórarnir gátu sagt tölurnar á íslensku. 

Héðan í frá mun ég reyna að hafa þetta skýrar.

Hugrún , 5.2.2007 kl. 10:07

3 Smámynd: Hugrún

Hmmmm báðir leigubílstjórarnir...

Hugrún , 5.2.2007 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband