Og enn af bílskrjóðnum

Það er nú ekki öll vitleysan eins! Fór með bílinn á verkstæði nr. 2 í gær. Þeir hringdu svo síðar um daginn og sögðu mér að ég yrði að kaupa nýjan mótor í afturþurrkuna. Hmmm já en það eru ljósin sem eru biluð... þurrkan hefur ekki virkað í mörg ár. Ég hringdi í ofboði í pabba áður en þeir færu að panta nýjan mótor fyrir 45.000 kr. Pabbi sagði þetta hljóta að vera eitthvað rugl í þeim. Þeir voru svo búnir að loka þegar ég ætlaði að láta Bartal hringja í þá aftur en svo hringdu þeir aftur í dag og sögðu að bíllinn væri tilbúinn. Haaa??? Ég fór svo og sótti skrjóðinn en þá þurftu þeir samt að panta eitthvað dót... einhverjar þéttingar held ég... þannig að ljósin virkuðu að fyrstu holunni og svo var ballið búið. Þannig að ég varð fyrst ýkt glöð yfir að bíllinn væri farinn að virka, svo ýkt leið yfir að ég hann væri ekki í lagi og svo bara komst ég að því að það væri nú bara hressandi að labba dáldið meira í rigningunni og þegar ég verð búin að skrifa þetta mun ég ekki hugsa um þetta meira fyrr en varahlutirnir eru komnir  Smile

Annars er ég bara að bíða eftir að komast heim um jólin. Það mun verða fullkomin blanda af djammi, rólegheitum, konfekti og samverustundum með vinum og vandamönnum. Verður brjálað að gera í vinnunni þangað til en það er líka bara gott mál.

Svo langar mig hér með að skora á hana Láru mína að senda mér eitthvað skemmtilegt til að setja hérna inn. Mér finnst mjög gaman að fá færslur frá öðru fólki svona til að krydda þetta aðeins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: harpa heimisdóttir

Hæ Hugrún, þetta er að verða sagan endalausa með bílinn þinn - dísus. En ég rakst á þessa frétt á mbl og það er bara allt að gerast þarna í Færeyjum

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1241290

Þú manst svo eftir að mæta heim til okkar í partí þann 22.des - jibbí

harpa heimisdóttir, 13.12.2006 kl. 15:03

2 Smámynd: Hugrún

já þeir eru alveg að tapa sér í frjálslyndinu hérna.... ég veit ekki hvar þetta mun enda eiginlega 

En ég mæti galvösk í partýið... Hlakka mikið til.

Hugrún , 13.12.2006 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband