Gestablogg

Sælt veri fólkið.

Nú eru merk tímamót hjá henni Hugrúnu okkar. Sökum anna og ritstíflu sá hún sér ekki fært að blogga í þetta skiptið. Fékk hún því undirritaða til að verða fyrsta gestabloggarann á síðunni sinni. Ég verð nú að segja að ég varð strax upprifin og spennt fyrir verkefninu og nánast skellti á nefið á henni til að geta hafist handa. Viðfangsefnið finnst mér við hæfi að sé eigandi síðunnar og tók ég af henni loforð að hún skyldi birta pistilinn sama hvað í honum stæði.

Þið sem þekkið Hugrúnu, og kannski líka þið sem þekkið hana ekki en hafið komist í tæri við síðuna hennar, (dæmi: Bandaríska Alríkislögreglan eftir að Hugrún skrifaði nafn alræmdra hryðjuverkasamtaka í einn pistilinn sinn) sjáið að hún hefur einstakan hæfileika til að gera hlutina skemmtilega. Ein í útlöndum og þekkti ekki sálu gat þessi elska látið plönturæfil eða moppuskaft stytta sér stundirnar svo dögum skipti. Þetta er sjaldgæft og til eftirbreytni finnst mér. Mér finnast svona geðveilur líka afar skemmtilegar og í enn eitt skiptið sannaðist gamla máltækið "Líkur sækir líkan heim". Enda þótt við Hugrún höfum ekki þekkst lengi höfum við verið afar samrýndar síðan leiðir okkar lágu saman. Mætti nánast segja að við séum sambrýndar, nei nei nú er ég farin að bulla.
Meira að segja er ég ein fárra (tveggja til að vera nákvæm... Lára við rúlum!!) sem hef lagt land undir fót og heimsótt gripinn. Fannst það tilvalið ekki síður í ljósi þess að ég er hálffæreysk og skil mállýsku föður míns nokkuð vel. Æfinguna í að tala hana vantar mig þó alveg. Þá æfingu hefði ég gjarnan viljað hafa eftir að ég fattaði að ég var ítrekað búin að vara vinnufélaga Hugrúnar við henni í stað þess að biðja þau passa uppá hana. Ég er búin að biðja hana að leiðrétta mig við þau.

Jæja, þetta var nú skemmtilegt. Ég vil þakka Hugrúnu fyrir að treysta mér fyrir þessu verkefni.

Góðar stundir.

Anna Jóhannsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugrún

hehe þetta finnst mér súrt   En takk Anna mín fyrir færsluna og ef fleiri vilja skrifa eitthvað fallegt um mig er þeim það velkomið. Látið mig bara vita 

Hugrún , 22.11.2006 kl. 15:31

2 identicon

Já svo vil ég bara benda þeim á sem ég þekki sem hafa BA° í þýsku og hafa íslensku sem aukagrein að það er EKKI ypsilon í ítrekun. Takk fyrir mig.

Anna Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 16:26

3 identicon

Anna mín, ertu færeysk? Og ég sem talaði alltaf við þig á íslensku af fullkomnu tillitsleysi og gerði bara ráð fyrir að þú skildir allt saman !!! Fínt blogg hjá þér annars ;o)

Spurning samt að skreppa aftur út - og með drullusokkinn í þetta skiptið - og losa ritstífluna úr kvekindinu .........??!!!

Jóna Bryndís (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 08:57

4 identicon

Hey Bumbulína Jolie! Blessssssuð! En þetta með færeyskuna var allt í lagi. Þú ert mjög skýrmælt OG TALAR SVONA GÓÐA ÍSLENSKU.... Annars á ég von á því að Óskin hrökkvi í gang bráðlega. Hún er bara eitthvað pirruð enda bíllaus og svona...

Anna Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 09:10

5 identicon

Já - sko. Munurinn á Bumbulínu Jolie og Angelinu Jolie er sá að sú síðarnefnda er miklu ríkari og kaupir börnin sín bara víða um heiminn, meðan sú fyrrnefnda er meira svona bara í heimilisiðnaðinum - og býr þetta bara sjálf - enda miklu skemmtilegra......hehehe....

En við skulum nú vona að Óskin fari að fá bíllyklana - og bruni í gang á öllum vígstöðvum

Bumbulína Jolie (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband