Ryksugan á fullu

Já nú er sko fjör á Snípuvegi. Uppi á eldhúsbekk liggja lambahryggur og læri frá Goða í afþýðingu. Það hefur nú aldrei gerst áður á mínu heimili. Á morgun mun ég svo læra að marinera svona flykki og ég er að missa mig úr spenningi...  hef heldur aldrei lagt kjöt í mareneringu... svona er maður nú óþroskaður. En það var nú eitt af því sem var tilgangur þessarar ferðar, að læra helling af nýjum hlutum.

Anna er sem sagt væntanleg á föstudaginn og ég (eða réttara sagt hún) verð með níu manns í mat, sem sagt tíu með mér. Ég er búin að bjóða mig fram í að vaska upp og rétta saltið ef þarf, jafnvel að ég hætti mér í að skræla gulræturnar. Mér fannst ég nú þurfa að viðhalda makastefnu fyrirtækisins og bjóða mökum með líka. Þannig að það er allt á hvolfi í augnablikinu, verið að þrífa og taka til, pússa glös og hnífapör og æfa servíettubrotin.

Fór í Miklagarð í dag að versla hluta af því sem þarf í svona matarboð og komst að því að það er stórhættulegt að búa svona einn. Ég talaði svo mikið við sjálfa mig að ég hrökk alveg við þegar ég heyrði allt í einu í sjálfri mér. Til að bjarga mér út úr vandræðunum hringdi ég bara í Önnu þannig að þetta liti ekki jafn illa út fyrir mig. Næst ætla ég bara að vera með símann við eyrað og engan á hinni línunni til að spara símareikninginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe þú ert svo steikt Tongue out En  í dag lærir þú að marenera mín kæra og komin tími til hefðu margir sagt. Ekki ég samt. Vertu tilbúin á svuntunni við bekkinn um sexleytið, hringi í þig. (Ég hefði átt að verða hússtjórnarkennari.....)

Anna Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2006 kl. 09:23

2 Smámynd: Hugrún

Skal gert skipstjóri!!   :O)

Hugrún , 2.11.2006 kl. 12:16

3 Smámynd: harpa heimisdóttir

æ gangi þér vel að marinera elsku Hugrún mín og vona að allt gangi vel annað kvöld hjá ykkur Önnu og bæðívei góða skemmtun í bíó - hehe

harpa heimisdóttir, 2.11.2006 kl. 15:41

4 Smámynd: harpa heimisdóttir

og passið ykkur á að verða ekki lamdar í spað af þessum fordómapúkum sem búa þarna

harpa heimisdóttir, 2.11.2006 kl. 15:49

5 identicon

Spennandi þetta með mareneringuna.. og vonandi mun þetta ganga eins og best verður á kosið.  Hef bullandi trú á þér..

Kveðja frá einni eyjunni til annarar, þá erum við ekki að tala um eyjuna sem við bæði komum frá..

Þröstur 

Þröstur Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.11.2006 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband