Mánudagur, 30. október 2006
Gestaþraut
Þetta er svona fyrir þá sem sakna mín mjög mikið og hafa ekki séð mig í fleiri mánuði, þ.e. þeir sem voru ekki inni í plani dauðans eða eru að koma í heimsókn á næstunni. Ef farið er á þennan link svona um níuleytið á morgnana eða milli fjögur og fimm um eftirmiðdaginn má jafnvel sjá mér bregða fyrir þarna á torginu á göngu til og frá vinnu.
Sá sem sér mig og getur sagt mér hvernig trefillinn minn er á litinn fær heimsókn næst þegar ég kem til landsins
http://www.atlantic.fo/webcam/webcam.asp?cam_id=5
Athugasemdir
Sussumbía nú er stelpan spennt Ætla liggja yfir þessu á daginn núna...ertu að sama tíma og við hérna á frónni?? Nú er spurning um að komst inn í þétta planið þitt hehe
Íris (IP-tala skráð) 30.10.2006 kl. 18:15
Jájá einmitt komin á sama tíma
Hugrún , 30.10.2006 kl. 19:41
hey svalir kallar sem eru komnir í athugasemdagluggann....jæja, allt að verða klárt fyrir Færeyjaferðina. Það eina sem okkur vantar er rifjárn til að skafa börk af læmi (ekki hlutur sem mig bráðvantar venjulega áður en ég fer til útlanda en ok...) og ég redda því. Sé þig eftir tvo....túrílú
anna panna (IP-tala skráð) 31.10.2006 kl. 08:32
ég sá ekki hvernig eða hvort þú varst með trefil, en þú varst amk í svörtum inniskóm, helvíti flottum.
Kjartan (IP-tala skráð) 31.10.2006 kl. 22:06
ohh ég er geggjað spennt.. ætla að reyna þetta haha geturu ekki alltaf vinkað þegar þú labbar þarna framhjá haha svona einsog "Hvar er VAlli" haha
Hrefna Ýr (IP-tala skráð) 1.11.2006 kl. 01:01
hehe frétti að þið væruð að fara í bíó á föstudagskvöldið hehehehehehehe Eða EKKI kannski er búin að vera í kasti yfir þessum fréttum en ég veit að þið Anna skemmtið ykkur vel
harpa heimisdóttir, 1.11.2006 kl. 10:41
Híhíhí jú ég er mjög spennt yfir bíóferðinni, ég fæ þá kannski að upplifa það að fara full í bíó eins og tíðkaðist hér áður fyrr
Hugrún , 1.11.2006 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.