Laugardagur, 21. október 2006
Tiltekt á útkriftardegi
Er búin að vera á fullu að taka til og þrífa íbúðina síðan ég vaknaði um eittleytið. Er ekki búin að fara í sturtu og er enn bara á náttfötunum. Er ekki einu sinni í brjóstahaldara svo þið getið ímyndað ykkur ástandið. Í þessu ástandi er ég búin að þrífa klósettið, vaska upp, hengja upp tvær rimlagardínur og taka niður ógeðslegu appelsínugulu gardínurnar sem voru fyrir gluggunum, setja í eina vél og hengja upp úr henni, vökva blómið og skipta á rúminu. Úff allt búið nema gólfin, þau verða tekin á morgun. Alveg magnað hvað manni finnst líka hreint í sálinni þegar umhverfið í kringum mann er snyrtilegt. Þá má velta fyrir sér hvort þeim sem eru alltaf að þrífa líði alltaf svona illa?? Hehehe eða þá að þeir eru bara ekki jafn miklir sóðar og ég!
Randi spurði mig á fimmtudaginn hvort við ættum að fara út að borða á laugardaginn. Hún saknar þess að eiga ekki mann sem bíður henni út að borða en í stað þess að leggjast í volæði og sakna þess finnur hún bara einhvern annan til að fara með út að borða .... mig. Ég var alveg til og það var ekki fyrr en í gær sem ég fattaði að ég er víst að útskrifast úr háskólanum í dag. Ákvað því að líta líka á kvöldið í kvöld sem fagnað vegna útskriftarinnar. Ég er svo sem ekkert að missa mig yfir þessum áfanga mínum, fannst einhvern veginn miklu merkilegra að klára stúdentinn. Það er líka kannski þar sem ég er nú búin að vera svo lengi að þessu...
Bartal ætlar svo að hitta okkur seinna í kvöld en hann er á ráðstefnu í dag sem ber yfirskriftina "Bankamaður Guðs" Ætla svo sem ekki að tjá mig neitt meira um það!!
Ég er annars bara hress þessa dagana. Er mikið búin að vera að velta fyrir mér mannlegum samkiptum undanfarið og það leiðir mig alltaf að þeirri staðreynd að maður getur ekki breytt öðrum, bara sér og sínum viðhorfum. Ég er því að reyna að einbeita mér að jákvæðum eiginleikum fólks og að því sem mér líkar í fari þeirra og reyni að leiða hjá mér það sem fer í taugarnar á mér. Held samt mínu striki samt sem áður og er í fyrsta skipti á ævinni að reyna að láta það ekki hafa áhrif á mig hvað fólki finnst um mig. Þá meina ég að það þurfa ekki allir að vera vinir manns og ef einhver er ekki sáttur við það sem ég segi og geri þá er það alfarið vandamál þess einstaklings, þ.e.a.s. á meðan ég er ekki að gera neitt til að viljandi særa viðkomandi.
Svona þroskast maður nú í Færeyjum
Athugasemdir
Til hamingju með daginn dóttir góð. Dugleg ertu stelpan mín. Húrra fyrir því að karllægur viðhorfin eru farin að "kikka" inn. Þetta með brjóstahaldaraleysið finnst mér nú kannski full miklar upplýsingar, séu karllægu viðhorfin hjá þér en viðloðandi veit ég að þú tekur ekkert mark á því.
Enn og aftur til hamingju með prófið. Ég er reglulega stoltur af þér:)
kv
Pabbi (IP-tala skráð) 21.10.2006 kl. 21:47
Alltaf þessar villur hjá mér. Þetta átti að vera "en séu karllægu viðhorfin hjá þér enn viðloðandi o.s.frv."
kv
Pabbi (IP-tala skráð) 21.10.2006 kl. 21:50
Til hamingju með útskriftina. Vildi að við hefðum getað verið hjá þér og farið með þér út að borða. Við skáluðum reyndar fyrir þér hér heima í gærkvöldi, alla vega góð ástæða til að opna rauðvínsflösku. opna kannski bara aðra þegar þú kemur næst!!! BA-í þýsku, ekki leiðinlegt, frábært! Heyrumst,
mamma
Sigrún (IP-tala skráð) 22.10.2006 kl. 12:42
Til hamingju með áfangan, þetta tókst að lokum með eða án brjóstahaldara, skiptir ekki máli : ) vona að þú hafir skemmt þér úti að borða, hilsen
halldóra (IP-tala skráð) 22.10.2006 kl. 13:42
Til hamingju með áfangann ljúfan ! Ég er líka rosalega stolt af þér fyrir að hafa munað eftir að vökva blóm-ið í öllum hamaganginum ! ;o)
Jóna Bryndís (IP-tala skráð) 23.10.2006 kl. 08:39
Til hamingju með gráðuna°. Hlakka til að halda uppá þetta með þér eftir tvær vikur :)
anna (IP-tala skráð) 23.10.2006 kl. 08:50
Takk fyrir allar kveðjurnar og hamingjuóskirnar krúttin mín :O)
Hugrún , 24.10.2006 kl. 16:12
Til hamingju með útskriftina dúllan mín. Rosalega er ég fegin að að þér er sama hvað aðrir eru að hugsa, who cares, þeir eru fífl hvort sem er ;O) Þú ert alla vega ýkt krúttleg
soffía (IP-tala skráð) 24.10.2006 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.