Laugardagur, 30. september 2006
Planið góða
Nú eru bara sex dagar þangað til ég lendi á Klakanum og er eykst eftirvænting á Snípuvegi með hverjum degi sem líður. Það er alveg komin tími á að kíkja aðeins heim þótt mér líði voðalega vel hérna og leiðist ekki hætishót. En svona er planið:
Föstudagur - kósídagur
- Lending á Reykjavíkurflugvelli 17.15
- Mamma sækir mig og við brunum í Kringluna að finna stígvél og kápu (verð að eyða afmælispeningunum í eitthvað sniðugt)
- Undirbúningur fyrir brúðkaup
- Hitta Láru mína og Önnu mína og kannski einhverja fleiri (drykkja verður í hófi þó þar sem ég ætla að vera hress fyrir stóru stundina hennar Halldóru)
Laugardagur - brúðkaupsdagur
- Klipping og skvering kl.10.30 (þar mun ég fá allar kjaftasögurnar beint í æð og hitta Halldóru, þar sem hún fer í greiðslu til Emilíu. Tek púlsinn á tilvonandi brúði og mun vera með róandi í rassvasanum ef á þarf að halda)
- Heim til mömmu og pabba til að vera nálægt klósettinu ef stressið tekur yfirhöndina vegna veislustjórnar sem ég tók að mér í einhverju bríaríi.
- Kirkjan kl. 15 (Bannað að gráta sko!! )
- Heim til mömmu og pabba á dolluna þar sem kvíði og stress verður örugglega allsráðandi.
- Brúðkaupsveisla kl. 17.30
- Slegið í gegn sem veislustjóri eða hleyp grátandi út vegna ófullkomleika míns.
- Létt þegar formlegri veislustjórn verður lokið.
- Djammað fram í rauðan dauðann, eða farið snemma heim sökum spennufalls og of mikillar drykkju.
Sunnudagur - fjölskyldudagur
- Þynnka í hálftíma
- Innkaup kláruð ef þeim var ekki lokið á föstudeginum
- Heimsóknir
- Kannski boðin í ekta sunnudagsmat hjá mömmu og pabba (smá ábending bara )
- Lífsins notið í faðmi fjölskyldunnar
Mánudagur - vinnudagur
- Vinnan heimsótt örstutt ef ég þarf að ná í eitthvað til að taka með mér
- Flug kl.12.15
- Farið í vinnuna aftur í Þórshöfn
Svona lítur nú planið út og ljóst er að mér mun ekki leiðast neitt. Enda er ein svona helgi mjög flót að líða og hvað þá ef maður hefur nóg að gera. Þannig að ég vona að ég hafi svarað öllum spurningum þínum Íris mín um hvað ég ætla nú að bardúsa á meðan ég verð á Ísalandi.
Svo vona ég bara að Hrefna muni mæta til Færeyja með stórfjölskylduna því það er nú alltaf gaman að fá heimsókn. Það fer nú að skýrast fljótlega vona ég.
Annars er bara gleði á Snípuvegi. Er að fara að skella mér í sturtu og henda í vél og ætla svo að hefjast handa við að vinna til kl.21 en þá er búið að gefa leyfi fyrir því að horfa á sjónvarpið. Byrjað verður á "Stepmom" kl. 21 og að henni lokinni er það "SinCity" annað er óákveðið þótt ótrúlegt megi virðast...
Hafið þið annars ógisslega gott um helgina esskurnar og ég hlakka til að hitta einhver ykkar um næstu helgi (vildi auðvitað helst hitta alla en það gengur bara því miður ekki upp! )
Athugasemdir
Trúi varla enþá að þú búir á snípuvegi.. verður að gefa mér addressuna þína, verð að fá að prófa að senda þér kort haha já ég er klikkuð ;) Eigðu góða helgi elsku Hugrúnin mín
hrefna ýr (IP-tala skráð) 1.10.2006 kl. 01:10
Hehehe það heitir reyndar Mýrisnípuvegur... en er stytt Snípuvegur heima hjá mér :O)
Hugrún , 1.10.2006 kl. 12:31
Ja, þér er sko eins gott, góða mín, að kíkja upp á þriðju hæðina í vinnunni þegar þú kemur þar við, ef þú ætlar að eiga þér einhverja smá von um aðstoð þaðan í framtíðinni...
;o)
Jóna Bryndís (IP-tala skráð) 2.10.2006 kl. 08:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.