Sunnudagur

Corokia cotoneaster

Þessi dagur er gjörsamlega búinn að fara í ekki neitt. Vaknaði um hádegið og er búin að eyða deginum í það að reyna að búa til account í itunes-búðinni svo maður geti nú farið að kaupa sér mjúsik. En ég er ekki búin að fá lausn á þessu ennþá og það pirrar mig geðveikt!!! En ég er með eitt í bígerð samt.... að sjálfsögðu.... gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. En ef einhver kann lausn á þessu er hún vel þegin   Brosandi

En vegna fjölda áskoranna frá einni manneskju fylgir þessari færslu mynd af plöntunni sem ég keypti hérna um daginn. Ég er mjög spennt að sjá hvað hún á eftir að lifa lengi blessunin en ég er voða dugleg að vökva hana og svoleiðis. Tala reyndar ekkert við hana... sem gæti verið galli...

Fór annars á djammið á föstudaginn. Hef nú oft skemmt mér betur en það var samt ekkert hryllilega leiðinlegt. Fór bara heim um þrjú og vaskaði upp eftir partýið  Ullandi Sem var auðvitað æði þegar ég vaknaði daginn eftir.

Annars nenni ég ekki að gera neitt af viti. Ætti að vera að vinna en er að spá í að geyma það bara fram á mánudag!


Það var samt meira vasinn sem heillaði mig
c_documents_and_settings_hugrun_my_documents_my_pictures_2006_faereyjar_djamm_22_09_2006_og_blom_img_0746.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dóttir góð.
Ég get bara ekki hjálpað þér neitt með ipodinn þótt ég feginn vildi. Af hverju heldurðu að ég hafi losað mig við minn:)
Var áðan að hjálpa Kidda með ipodinn hennar Böggýar og það þurfti að installa öllum stillingum aftur og okkur tókst þetta nú eða það vona ég.
Fæ mér ipod aftur þegar þú veist orðið ALLT um þetta dót og ert komin heim og getur setið á öxlinni á mér á meðan ég dunda við þetta.
kv

Pabbi (IP-tala skráð) 24.9.2006 kl. 18:20

2 identicon

hæ skvísipæ!Sunnudagar eiga að fara í ekki neitt. Var að koma úr flugi frá Akureyri. Vorum fá í vélinni svo ég var að velta fyrir mér að spyrja hvort að farþegar væru ekki til í smá heimsókn til Færeyja. Einn kaffibolla á Snípuvegi :) Flott blóm!

Valdís (IP-tala skráð) 24.9.2006 kl. 19:38

3 Smámynd: Hugrún

Já það er sko alltaf heitt á könnunni á Snípuvegi :O)

Og það verður ekki langt í það að ég verði útskrifuð í ipod fræðum pabbi minn!!

Hugrún , 24.9.2006 kl. 19:57

4 identicon

Flott blóm. Eins gott að það er alltaf heitt á könnunni hjá þér :)

anna (IP-tala skráð) 25.9.2006 kl. 10:40

5 Smámynd: harpa heimisdóttir

Hæ Hugga og til hamingju með blómið - rosalega flott mar :)

Hafðu það sem allra best

Harpa

harpa heimisdóttir, 26.9.2006 kl. 21:57

6 identicon

sé þig kannski í Færeyjum í Oktober ;) Get ekki beðið ef svo verður haha ;) kv.HRefna Ýr

Hrefna Ýr (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 22:36

7 identicon

Búa til account í itunes-búðinni....hahaha...get því miður ekki hjálpað. Kemur kannski ekki á óvart. Vona samt að þetta gangi hjá þér því að mjúsik verður maður jú að hafa - spurning um líf eða dauða !!

Jóna Bryndís (IP-tala skráð) 27.9.2006 kl. 08:33

8 Smámynd: Hugrún

Takk Harpa mín :O)

Ég vissi ekki að þú værir að koma til Færeyja Hrefna Ýr!! En ég er spennt samt sem áður...

Svo á maður ekki að gera grín að nördum Jóna :OÞ

Hugrún , 27.9.2006 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband