Síðbúnar fregnir af helgi og öðru

Jæja ég skulda ykkur nú langa færslu núna... alveg ár og öld síðan ég hef látið heyra í mér. En það er alltaf brjálað að gera hérna í sveitinni.  Glottandi

Föstudagskvöldið var tekið með trompi. Randi bauð okkur öllum í fyrirtækinu, já öllum fjórum í æðislegan mat með rauðvíni og öllu tilheyrandi. Við sátum svo bara og kjöftuðum þangað til vodkinn var tekinn fram og partýið hófst fyrir alvöru. Bærinn naut svo samvista við þrjú okkar og er svo sem ekkert mikið um það að segja. Fórum á Rex þar sem við dönsuðum aðeins og ég var að tala við eitthvað fólk þangað til kominn var tími til að fara heim. Bartal kom bara og gisti hjá mér og vorum við að spjalla til sex um morguninn! Dagurinn eftir varð svo letidagur dauðans... við sóttum okkur feita hammara með djúsí frönskum og ég átti kokteilsósu í ísskápnum (held að Færeyjar séu eina landið fyrir utan Ísland sem selja kokteilsósu). Við fórum svo í bíltúr heim til Bartals þar sem ég hafði aldrei séð húsið hans. Það er á æðislegum stað svona 20 mín. fyrir utan Þórshöfn. Þetta var gamall sumarbústaður sem stendur upp á hæð, þannig að það er ekki hægt að keyra að húsinu heldur verður að ganga upp að því. Ég þakkaði fyrir lágbotna skóna sem ég var í því ég hefði ekki treyst mér þarna upp á hælum!! Ekki mjög skvísuvæn aðkoma. Eníhú við sóttum svo dvd spilarann þar sem það vill svo skemmtilega til að hann á dvd spilara en ekkert sjónvarp en ég á sjónvarp en ekki dvd spilara... sniðugt!!  Hlæjandi  Tókum svo tvær myndir og lágum bara eins og klessur og horfðum á sjónvarpið og spiluðum asnalega tölvuleiki. Hann gisti svo bara aftur hérna og sunnudagurinn fór í svipaða vitleysu... usssss.... Held að nágrannarnir séu farnir að slúðra   Glottandi

Mánudagurinn tók svo við með allri gleði sem þeim dögum fylgja. Ég kom heim úr vinnunni og ákvað að fara að mála eina herbergið sem er ekki reddí í höllinni minni. Það var nú voða gaman að vera að dúlla þetta nema það að ég sá helst til lítið hvað ég var að gera. En ég sá daginn eftir að þetta var nú bara nokkuð gott hjá mér. Ég kláraði svo að mála á þriðjudeginum og þreif aðeins líka þar sem ég er að fá heimsókn frá vinnunni á Íslandi bara rétt á eftir. Minns er sko búinn að búa um og allt. Þannig að eins og þið sjáið er mér ekkert búið að leiðast neitt... bara nóg að gera!

Vinnan er líka búin að ganga ágætlega. Varð aðeins pirruð á þriðjudaginn og missti mig aðeins við Bartal. Fékk svo samviskubit og bað hann afsökunar. Hann skildi ekki hvað ég var að tala um...?? Hafði ekki tekið neitt eftir því að ég væri eitthvað pirruð! Hehehe svona verð ég nú brjáluð þegar mér finnst ég vera að missa mig... fólk tekur ekki einu sinni eftir því!  Hlæjandi

Svo verð ég víst að leiðrétta smá misskilning sem var í færslunni hérna á undan þegar ég talaði um að eina manneskjan sem maður gæti stjórnað væri maður sjálfur. Ég get það ekkert alltaf, þ.e. haft stjórn á mér, en það sem ég meinti er að maður getur bara REYNT að stjórna sjálfum sér... ekki öðrum, hvort það tekst er svo allt önnur Ella  Ullandi

Já og svo gleymi ég AÐALfréttinni... Ég náði prófinu mínu sem ég féll í í vor!! Það var knappt en ég náði þó. Þið eruð því að lesa blogg konu sem er alveg verða BA í þýsku með íslensku sem aukagrein! Þið þekkið örugglega ekki margar svoleiðis!!

Leiter folks og áfram Magni (hehe)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meira hvað þú ert orðin dönnuð. Missir stjórn á þér og enginn veitir því athygli. Held þú verðir að gefa aðeins meira í í æðisköstunum. Nei þetta er fínt hjá þér. Ekkert gaman að þurfa að ganga frá Heródesi til Pílatusar eftir reiðiköst og þurfa að biðja alla afsökunar. Fyrir nú utan að töluð orð tekur maður ekki til bara. Til hamingju með að hafa náð prófinu. Ertu þá loksins orðin eitthvað? :)

Bjarni (IP-tala skráð) 13.9.2006 kl. 22:56

2 Smámynd: Hugrún

Hehe já loksins!! Kominn tími á það :O)

Hugrún , 13.9.2006 kl. 23:24

3 identicon

BA í þýsku með íslensku sem aukagrein. Ja hérna, það sem maður lendir ekki í!! Svo er bara að hemja skapið :) Alltaf hress?

Matti patti (IP-tala skráð) 14.9.2006 kl. 08:20

4 identicon

Til hamingju með prófið ljúfan. Hugrún BA Ósk. Ég sit hérna og er að reyna að ímynda mér þig í æðiskasti - gengur illa ;o)Auf wiedersehen (hah...þetta kann ég sko..!)

Jóna Bryndís (IP-tala skráð) 14.9.2006 kl. 08:50

5 identicon

Til lukku með prófið;)

Elín (IP-tala skráð) 14.9.2006 kl. 08:58

6 identicon

Til hamingju dúllan mín. Þú ert nú bara best. Ég var svo heppin að Áslandsskóli er að stofna kór þannig ég er að spá í að troðast inn á næstu æfingar til að æfa mig, he,he.
Hilsen frá Dumma og knús og kyss frá okkur báðum
kveðja Margrét Ýr

Margrét Ýr Einarsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2006 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband