Fimmtudagur, 7. september 2006
Gagnrýni og minnimáttarkennd
Fór að velta því fyrir mér í dag hvort það gæti verið að Færeyingar þjáðust af sömu minnimáttarkennd og Íslendingar. Þá meina ég hvort að svona litlar þjóðir fyllist ákveðnum rembingi þegar kemur að því að eiga við sér stærri þjóðir? Íslendingar eru nú þekktir fyrir þjóðarstoltið og allri geðveikinni sem henni fylgir eins og kjósa eins og brjálæðingar í alls konar keppnum og þurfa alltaf að vera fremst á merinni með alla hluti, nema það sem þeim finnst ekki skipta máli. En um leið og ég er að skrifa þetta kemur annað upp í hugann. Kannski eru þetta ekki Færeyingarnir (og ég get eiginlega varla sagt Færeyingar þar sem ég þekki þá nú ekki marga) ... kannski er það bara ég sem get svona illa tekið gagnrýni og finnist allt best og frábærast sem frá Íslandi kemur? Það er önnur pæling...
Svo ég útskýri þetta nú aðeins er ég bara pínu pirruð á gagnrýni sem beinist að mér þessa dagana. Eða það er ekki beint verið að gagnrýna mig en ég þarf að hlusta á gagnrýnina og reyna að finna lausn á henni. Það er svo sem ekki það versta heldur finnst mér fólk ekki vera að gefa hlutunum séns og sjá það jákvæða við þá heldur einblína á neikvæðu hliðarnar. Eru kannski ekki að sjá heildarmyndina. Pirringur þessa fólks er þá líka stundum vegna þess að það gefur sér ekki tíma til að prófa sig áfram heldur byrjar bara að öskra þegar eitthvað virkar ekki eins og það var búið að ímynda sér. Og þar kem ég til sögunnar sem er búin að umgangast þennan hlut alveg jafn stutt og þetta fólk og kann ekkert meira á hann en það en sé enga ástæðu til að æsa mig yfir því. Reyni svo bara að finna lausn á vandanum, sem stundum tekst og stundum ekki. Ég varð bara hálfskelkuð á tímabili í dag vegna þess sem mér fannst vera óeðlilegur pirringur og rosaleg viðbrögð yfir einhverju sem ég sá ekki að væri svona mikið mál. En þá hef ég nú reyndar bara reynt að telja upp að tíu... og stundum upp að tuttugu og þrjátíu... því það er nú algjör óþarfi að allir séu pirraðir og eins og allir eiga að vita getur maður bara stjórnað sjálfum sér en kannski reynt að hafa áhrif á aðra. Hvað þeir svo kjósa að gera eða segja er ekki í mínu valdi!
Bla, bla!! Þetta var nú gott að pústa hér aðeins. Hvort þetta er skemmtileg lesning er annað mál en það eru hvort eð er allir hættir að kommenta þannig að ég skrifa bara fyrir sjálfa mig!!
Athugasemdir
ein, tveir, þrír.. og svo framvegis.. Auðvitað erum við best í heimi, ekki spurning.
-Þröstur
Þröstur (IP-tala skráð) 7.9.2006 kl. 18:29
Kommenti kommenti komm......
Auðvitað áttu að pústa svolítið líka - annar höldum við að allt sé endalaust skemmtilegt í Færeyjum og flytjum öll til þín....og það viltu ekki !!!
Jóna Bryndís (IP-tala skráð) 8.9.2006 kl. 08:38
Hehe já það yrði nú skemmtilegt. Gætum stofnað svona Íslendinganýlendu hérna :)
En það er bjór og góður matur í kvöld þannig að ég er öll að hressast!! SKÁL!!!!
Hugrún , 8.9.2006 kl. 09:34
Dóttir góð.
Það er kannski ekki eðlilegt að vera gagnrýninn og neikvæður á alla þá hluti sem maður þekkir ekki og hefur grun um að muni gára þann lygna poll sem við syndum í dags daglega, en það er skiljanlegt. Hugsanlega er fólkið þitt bara hrætt við breytingarnar, vill bara fara einföldustu leiðina án þess að hugsa um langtímaáhrif. Óttinn stjórnar svo miklu í lífi okkar. Og svo gæti það líka verið óttinn við þessa kláru stelpu sem er kominn þarna til að vita allt og geta allt. Ég þekki nú skaplyndið þitt þannig að það er nú dagamunur á hvað fer í þínar fínustu og hvað ekki:) En ef fíflunum fer að fjölga ótæpilega í kringum þig þá geturðu alltaf hringt og ég skal tappa af mesta ergelsinu. Er búinn að marglesa þetta og það eru ENGAR stafsetningarvillur hjá mér í þetta sinn. ALLS ENGAR!!!!!!!!!!!
kv
Pabbi
Pabbi (IP-tala skráð) 9.9.2006 kl. 12:28
hæ dúllan mín. Gaman að lesa hvað þú skemmtir þér vel...
Vona að þu hafir pústað svolítið á djamminu um helgina.
kv
Margrét ýr
Margrét Ýr (IP-tala skráð) 9.9.2006 kl. 21:04
þú hleypur svoldið eins og köttur í kringum heitan graut. hvað nákvæmlega og hverjir voru að pirra þig? vil fá allan skítinn á netið, svo komum við og tökum í þessa vitleysinga:)
Kjartan (IP-tala skráð) 11.9.2006 kl. 00:10
Ég mun ekki skíta fólk út á netinu bróðir sæll :) Er reyndar búin að vera að bíða eftir að einhver gerði athugasemd við þetta og það kemur ekki á óvart að það skulir vera þú :OÞ
En svo eins og pabbi segir (með annarri meiningu þó og engum stafsetningarvillum) þarf maður kannski að líta í eigin barm þegar fíflunum fjölgar í kringum mann. Það er ekki nóg að hringja bara í pabba :)
Hugrún , 11.9.2006 kl. 00:20
Hæ krúttið mitt, mér finnst nú nett krúttlegt að lesa þetta, er ekki eitthvað fundarherbergi þarna sem við getum farið inní og rætt þetta aðeins, mér heyrist vera þörf á því :O) Annars er þetta fólk nú heppið að hafa þig til að redda öllu fyrir sig. Kv. Soffía
Soffía (IP-tala skráð) 12.9.2006 kl. 16:28
Hehe já það hefur nú margur pirringurinn verið ræddur í fundarherbergjum :O)
Hugrún , 12.9.2006 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.