Miðvikudagur, 30. ágúst 2006
Veikindi
Alveg ótrúlegt hvað það er leiðinlegt að vera veikur Ég fékk sem sagt hita eftir vinnu í gær og ég held ég hafi ekki fengið svona háan hita í nokkur ár. Mín kenning er sú að þetta sé rakinn hérna í loftinu... líkaminn eitthvað ringlaður á þessum breytingum. Ligg bara hérna heima með hor og hálsbólgu og vorkenni sjálfri mér. Er voðalega dugleg við það þessa dagana... það er sjálfsvorkunina. En ég mun rífa mig upp úr henni um leið og ég hressist. Maður má alveg vera lítill í sér þegar maður er veikur er það ekki??
Ég er nú heldur ekki mjög skynsöm í kvikmyndavali... var að horfa á Alfie sem skilur mann eftir með fleiri spurningar en svör og nú er The Notebook að byrja... Ég ætla því að kveðja í bili
Athugasemdir
Við liggjum líka öll í flensu :( Þetta er ömurlegt og maður má alveg vera lítill í sér og fá vorkunn og vorkenna sjálfum sér :( Vonandi batnar þér sem fyrst sæta mín kv.Hrefna yr
Hrefna Ýr (IP-tala skráð) 30.8.2006 kl. 18:56
Krúttið mitt. Leiðinlegt að þú skulir vera veik. En þú venst lofslaginu þarna og verður bara sterkari á eftir. Vildi vera komin til að snýta þér :)
kv
Pabbi (IP-tala skráð) 30.8.2006 kl. 19:09
Takk Hrefna mín. Vona að ykkur batni líka fljótt. Væri líka voða gott að hafa einhvern til að þurrka horið pabbi minn :O)
Hugrún , 30.8.2006 kl. 19:42
Vonandi ertu að hressast :o)
Lára (IP-tala skráð) 31.8.2006 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.