Moppujúnitið

Minns með græjuna

Í dag lærði ég að maður á aldrei að segja fyrirfram um hvað maður ætlar að skrifa næst. Núna til dæmis er ég ekki í neinu stuði til að segja ykkur frá nýjastu heimilisgræjunni sem er moppujúnitið. En ég á ekki annarra kosta völ þar sem ég var búin að segjast ætla að skrifa um þessa græju:

Ég var búin að leita all lengi að einhverju til að skúra gólfin með. Ég var farin að efast all verulega um það að Færeyingar þrifu yfirhöfuð gólf sín þar sem ég sá hvorki sóp né skrúbb nokkurs konar. Ég endaði svo á því að spyrja samstarfsfélagi mína með hverju þau þrifu eiginlega gólfin. Þau horfðu á mig í forundran og hváðu: "Varstu ekki að kaupa ryksugu?" Jújú ég kvað svo vera en stundum notaði ég vatn og sápu, alla vega þegar von væri á gestum og svona rétt fyrir jólin. Þau tjáðu mér þá að það héti "skrúbba" sem ég ákvað að væri skrúbbur svona eins og mamma skúrar alltaf með. Svona með lausri tusku og svoleiðis. En þar sem ég er nútímakona þá ég hef vanist á það á mínu heimili að nota moppu með áfastri tusku.

Eftir þessar upplýsingar frá samstarfsfólki mínu áleit ég því að ég yrði að hverfa aftur til fortíðar og gera eins og mamma. Vinda tuskuna með gúmmíhönskunum og berjast svo við það að hún kuðlaðist ekki saman undir skrúbbinum. En Mikligarður kom til bjargar! Það er svona stór og flott matvörubúð sem selur samt líka ýmislegt annað, eins og geisladiska og glös og alls konar annað dót. Ekki alveg jafn mikið úrval og í Hagkaup en nokkuð gott hjá þessum færeysku samt. Þar leit ég skyndilega alveg snilldarlausn í þrifum á gólfum. Þarna var saman komið eitt stykki moppa með stillanlegri lengd á handfanginu, fata og svona dót sem maður setur á fötunum og setur svo mopputuskuna ofan og ýtir og þá þarf maður ekki að vinda neitt! Þetta er nú meira segja skrefi framar heldur en græjan sem ég á heima á Boðagrandanum því þar þarf ég alltaf að vinda mopputuskuna. Þannig nú getur maður skúrað með blautt naglalakk! Að venju fylgja með myndir til frekari útskýringa.

Annars HATA ég að skúra!!


Fyrst setur maður þetta í....
og svo ýtir maður niður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rosalega flott græja! Slær alveg ryksugunni við!

Lára (IP-tala skráð) 11.8.2006 kl. 08:54

2 identicon

Þú tekur þig mjöög vel út með þetta og það lítur allt mjöög þrifalega út í kringum þig. Allavega í þessum hornum sem þú tekur myndirnar ;o)

Jóna Bryndís (IP-tala skráð) 11.8.2006 kl. 08:55

3 identicon

Vonandi ertu búin að ná þér eftir hláturskastið :)
annars er þetta mjög flott moppa, til hamingju. Góða helgi litla sveskja.

Anna Jóhanns (IP-tala skráð) 11.8.2006 kl. 11:07

4 Smámynd: Hugrún

Er búin að jafna mig held ég. Brosi samt alltaf þegar ég hugsa um þetta :O)

Hugrún , 11.8.2006 kl. 14:45

5 Smámynd: harpa heimisdóttir

jæja litla skrúbbulína, bara fjör hjá þér í færeyjum :)

það verður geggjað fjör hjá okkur um helgina Gay Pride og það verður sko tekið á því, við byrjum kl 17:30 í dag og svo verður bara haldið áfram alla helgina :) :) :)

góða helgi Hugrún mín

harpa heimisdóttir, 11.8.2006 kl. 15:21

6 identicon

Hvað er í gangi??? Mér finnst ég vera minnst 100 ára!!! Verður maður að fara að breyta um stíl við tiltektina á heimilinu? Sem sagt þvotta-moppa og lítil ryksuga! Ok

sigrun (IP-tala skráð) 11.8.2006 kl. 18:32

7 Smámynd: Hugrún

Nei mamma mín þú þarft ekki að breyta neinu frekar en þú vilt. Það sem er nýtt þarf ekki endilega að vera betra :O)

Hugrún , 12.8.2006 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband