Laugardagur, 5. ágúst 2006
Rigning
Bærinn er alveg tómur þessa helgina. Allir á hátíð í Klakksvík. Hefði sko alveg verið til í að fara en ákvað að taka skynsemina á þetta og vera heima að læra. Er reyndar ekki byrjuð ennþá þar sem mér tekst nú alltaf að finna mér eitthvað annað að gera... eins og að fara og kaupa sigti og pizzaskera eða hanga í vinnunni á netinu!
Fór í gær eftir vinnu með einum vinnufélaga í bæinn að drekka smá bjór, svona nokkurn veginn föstudagshittingur... bara aðeins færri en í gömlu vinnunni Það var rosa fínt og ég lærði nokkur færeysk orð til viðbótar. Kom svo bara heim og sat og beið eftir að klukkan yrði háttatími því ég nennti ekki að fara að gera eitthvað gáfulegt. Alveg ótrúlegt hvað maður er háður afþreyingu eins og sjónvarpi og netinu. Ég er bara ónýt án þessara hluta. Já, ég veit... maður getur líka lesið, tekið til, þrifið, heklað og margt annað en stundum langar mig bara að slökkva á heilastarfsseminni og hanga fyrir framan imbann.
Komst líka að því í dag að ég er haldin valkvíða hvað varðar innanastokksmuni til heimilisins. Ég er oft búin að sjá eitthvað sem ég gæti hugsað mér en fer svo alltaf að velta fyrir mér hvort þetta sé virkilega það sem mig langar í og hvort ég muni ekki verða leið á þessu eftir tvo daga. Ég gat ekki einu sinni ákveðið hvort mig langaði í hvítar eða dökkbrúnar kaffikrúsir svo ég keypti bara báða litina Held að þetta sé blanda af því að eiga ekki skítnógan pening, og því skipti engu máli hvort ég fái leið á kommóðunni eftir tvo mánuði, og því að vita almennt ekki hvað ég vil yfirhöfuð. Ég veit það reyndar alveg stundum en það fjölgar eiginlega skiptunum sem ég veit það ekki. Ég sem hélt að sjálfstæðið ætti að aukast með árunum? Ekki það að hafi verulegar áhyggjur af því að eiga í erfiðleikum með að velja hnífapör en ég held samt að það sé gott að vera meðvitaður um þetta svo þetta fari ekki að færast yfir á aðra hluti lífsins... eins og hvort maður eigi að fara í skóla eða ekki, skipta um vinnu eða ekki og þar fram eftir götunum. Passa sig á að snjóboltinn stækki ekki!
Orð dagsins: Möggur = mæðgur
Veður dagsins: Rigning
Athugasemdir
Ertu ekki með löberinn með þér !!!!
Sigrún (IP-tala skráð) 5.8.2006 kl. 23:30
Jújú ég er með hann með mér :O) Fer að taka hann upp fljótlega!
Hugrún , 6.8.2006 kl. 17:29
Flottar myndir
sigrún (IP-tala skráð) 6.8.2006 kl. 18:15
Takk, takk! Enda myndefnið gott :O)
Hugrún , 6.8.2006 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.