Þriðjudagur, 1. ágúst 2006
Allt að gerast
Jæja nú er bara allt á fullu að koma sér fyrir. Er búin að mæta til vinnu og er bara að bíða eftir að tengjast almennilega. Vona að ég fái tengingu sem fyrst svo ég geti hent inn Ólafsvökusögunum Annars líður mér bara ágætlega... skil ennþá bara sumt og er sjálf algjörlega mállaus. En ég er nú í æfingu með að brosa bara og kinka kolli.
Í dag er planið að fara í myndatöku til að setja á netið hérna í Færeyjum og svei mér þá ef ég ætla ekki að senda þá mynd til Reykjavíkur og láta breyta um mynd heima... held það sé alveg kominn tími á það. Svo ætla ég að fara að kaupa dót í eldhúsið og fullt af sápum til að þrífa almennilega. Þá get ég alla vega komið eldhúsinu í stand.
En ég ætla nú ekki að slæpast lengur. Vildi bara láta vita af mér.
Sakna ykkar allra pínulítið en veit af fenginni reynslu að það á eftir að versna!
Athugasemdir
Hlakka til að hitta þig 26.ágúst!!! Jeijjj!!
Lára (IP-tala skráð) 2.8.2006 kl. 10:36
Hlakka líka geggjað til að sjá þig!! Ætla að panta fyrir okkur á Toscana sem er víst voða fínn staður og mjög kósý og góður matur. En það er víst alltaf fullt þarna þar sem hann er mjög lítill svo ég ætla að fara í göngutúr á eftir og panta strax!
Þetta verður sko ekki leiðinlegt hjá okkur skal ég segja þér!!
Hugrún , 2.8.2006 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.