Þriðjudagur, 23. janúar 2007
Afmælishelgi
Bartal átti afmæli á sunnudaginn. Fyrr í mánuðinum var ég búin að spyrja hann hvar partýið yrði. Hann gaf ekkert út á það. Mér fannst það nú frekar lélegt að halda ekki upp á afmælið sitt í hvaða formi sem það væri. Ég sagði honum að við gætum alla vega borðað eitthvað gott saman og kíkt svo á djammið. Hann stakk upp á röstuðum fiski og garnatólg, sem er svona svipað og siginn fiskur og hamsatólg. Ég sagði að það yrði ekki eldaður skemmdur matur aftur í íbúðinni minni og hugsaði með hryllingi til úldnu sviðanna sem ég sauð handa okkur um daginn. Bauðst í staðinn til að halda upp á afmælið fyrir hann heima hjá mér. Síðasta vika fór svo í bollaleggingar um veitingar og þær höfðu í för með sér nokkur símtöl til Íslands til að safna uppskriftum. Niðurstaðan varð brauð í alls konar formi og álegg og ýmis konar góðgæti. Systir hans kom svo og gerði Mojito í fordrykk handa þeim sem vildu og eftir það drakk hver það sem hann langaði í. Hann bauð vinnufélögunum, systur sinni og tveimur vinum en ég sá um að bjóða mömmu hans. Alveg óvart reyndar en það reyndist svo auðvitað vera allt í lagi að hún kæmi líka. Partýið lukkaðist alveg svona ljómandi vel, allir héldu sig á mottunni og enginn var áberandi leiðinlegur sem þykir nú mikill kostur í svona teitum. Við fórum svo í bæinn þar sem ég kenndi barþjóninum að blanda Brjáluðu Bínu en svo skellti ég mér nú aðeins á dansgólfið að hrista annars ryðgaða skanka, sem höfðu ekki verið hreyfðir í dáldinn tíma. Komst nú samt alveg heil frá þeim ósköpum. Var samt að drepast í löppunum, en það er þekkt kvöl þegar ég fer á djammið. Bjútí is pein, það er alveg á hreinu. Spurning um að fara að hugsa um fæturna á sér og láta fegurðina lönd og leið.
Sunnudagurinn fór í sjónvarpsgláp sem var skolað niður með slatta af þynnku og afgöngum frá kvöldinu áður. Pabbi heyrði í hausverknum í gegnum símann. Hefði þurft mánudaginn líka til að ná fullri orku aftur. Það er bara ekki eins gaman að djamma á föstudögum. Komst nú áfallalaust gegnum mánudaginn samt og þriðjudaginn líka og sit nú hér.
Set jafnvel myndir inn síðar ef ég nenni að bíða eftir að þessi tölva hlaði þeim inn.
Athugasemdir
Já, hvernig væri að við fengjum að sjá myndir af þessu
Anna Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 08:33
Hæ, hæ.. Þetta hefur verið þrusu djamm, kannski þú bjóðir mér upp á mojito, næst þegar þú átt leið í siðmenninguna:)
Ætlarðu ekki að vera blogg vinur minn? ...en takk fyrir kommentið
Kveðja Áslaug, lokk og lól
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 24.1.2007 kl. 15:35
Hæ, hæ.. Þetta hefur verið þrusu djamm, kannski þú bjóðir mér upp á mojito, næst þegar þú átt leið í siðmenninguna:)
Ætlarðu ekki að vera blogg vinur minn? ...en takk fyrir kommentið
Kveðja Áslaug, lokk og lól
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 24.1.2007 kl. 15:35
..oh, ég er svo mikið tölvunörd!!! Þetta átti sko ekki að koma 2X, bara doldið æst með enter takkann :)
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 24.1.2007 kl. 15:37
Mér líst vel á að bjóða þér upp á mojito við tækifæri :) Er orðin bloggvinur þinn og skil vel æsing þegar tölvur eru annars vegar.
Hugrún , 24.1.2007 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.