Brandari dagsins

Ljósin eru aftur farin af bílnum mínum. Ég er alveg hætt að hlægja, brosi ekki einu sinni. Svona getur gamall brandari orðið þreyttur. Sumir eru reyndar alltaf fyndnir, eins og þessi litla saga:

Vinkona mín var að keyra með mömmu sinni. Þær voru stopp á ljósum þegar strákur kemur á hjóli og hjólar á bílinn. Vinkona mín segir við mömmu sína: "Athugaðu hvort það sé ekki í lagi með hann". Mamman rífur upp hurðina og gargar á drenginn: "ER EKKI ALLT Í LAGI MEÐ ÞIG!!!"

Hehe ég fer alltaf að hlægja þegar ég hugsa um þetta.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hlægir mig að þú sért hætt að hlægja ..þversögn. Vona að þú sért ekki líka hætt að hlæja..

Leiðindapúki (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 21:51

2 Smámynd: Hugrún

Hehe ég er búin að vera of lengi í útlöndum 

Hugrún , 16.1.2007 kl. 21:56

3 identicon

hvurslas vesen er þetta á bíldruslunni!! skil vel að þú hafir ekki húmor fyrir þessu lengur. April hljómar btw obbolega vel fyrir jelly belly

Íris (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 13:52

4 identicon

púkinn kominn aftur..haaa? ég held að þetta sé spurning um að þú leyfir rauðu þrumunni að fara að fara. þetta er eins og með gamlan hund sem er orðinn haltur og blindur og gamall. það kemur að þeim tíma þegar þú verður að leggja tilfinningarnar til hliðar og gera það sem er best fyrir hundinn (bílinn). já þetta var líking. annars er það að frétta að janúarhreingerningu er lokið í íbúðinni minni þinni tvö enn í því. heyrumst

kjartan (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 16:51

5 Smámynd: Hugrún

já rauða þruman mun fá að yfirgefa þennan heim um leið og ég yfirgef þessar eyjar. Frétti af janúarhreingerningu, fannst magnað að þú skildir sleppa fótbolta fyrir tuskuna.

Hugrún , 18.1.2007 kl. 13:49

6 identicon

AHAHHA... maður getur ekkert stolist til að lesa bloggið þitt í vinnunni mar hlær svo hátt og mikið og lengi!

Ekkert vera samt að hætta að  blogga fyndið sko ...

Heiðdís (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband