Siffa og Lasagne

Siffa er mætt á eyjarnar. Rigningin tók á móti henni eins og við var að búast. Ég fór og sótti hana á gula bílnum og fór með hana beint í SMS. Við fórum í Miklagarð að versla fyrir næstu daga og þótti Siffu búðin nokkuð skemmtileg. Við keyptum m.a. tómata í dós, sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað... sjá myndasíðu Siffu. Það þarf ekki endilega að þýða að maður sé heimskur þótt maður sé vitlaus. 

Elduðum annars of mikið lasagne sem var samt sem áður mjög bragðgott og verður það eflaust áfram næstu 5 dagana. Við verðum jú að hugsa um að næra okkur á hollan og góðan hátt fyrir gönguna miklu og erum að vinna í því að koma okkur í form. Fórum í 20 mínútna göngutúr fyrir kvöldmatinn. Í RIGNINGU!! 

Ég bætti við nokkrum myndum á flickr síðuna mína en samanborið við Siffu eru þetta engin afköst. Ég mun þó reyna að bæta mig.


Leti

Ég hefði verið gott fórnarlamb raðmorðingjans í Seven þessa helgina. Hefði bæði verið drepin fyrir leti og ofát. Sem betur fer er búið að ná morðingjanum og ég þess vegna nokkuð hult. Ég treysti því að Sigfríður muni rífa mig upp úr þessu þegar hún kemur á miðvikudaginn. Ég neyðist alla vega til að fara með henni í göngu á laugardaginn. Alveg 10 km sko. Ég er mjög spennt að sjá hvort ég komist þetta. Ætla að vera búin að láta björgunarsveitina vita af ferðum mínum. Þeir eiga voða fína þyrlu. Ég hef aldrei flogið með svoleiðis. Ég er meira að plana hvað við eigum að borða og hvenær við ætlum á djammið. Ég er betri í því en göngutúraskipulagningum. En svona til að sýna lit er hér linkur á göngutúrinn sem við ætlum að fara í ef veður leyfir. (bls.8)

Göngubæklingur

 

 


Myndir

Ástæðan fyrir bloggleysi er myndastúss. Er bæði búin að setja inn myndir í gamla albúmið frá afmælinu hans Bartals en svo er ég líka komin með nýja flickr-síðu og er tengill á hana neðar á síðunni. Þar er ég búin að setja inn jóla og áramótamyndir. 

Njótið! 


Afmælishelgi

Bartal átti afmæli á sunnudaginn. Fyrr í mánuðinum var ég búin að spyrja hann hvar partýið yrði. Hann gaf ekkert út á það. Mér fannst það nú frekar lélegt að halda ekki upp á afmælið sitt í hvaða formi sem það væri. Ég sagði honum að við gætum alla vega borðað eitthvað gott saman og kíkt svo á djammið. Hann stakk upp á röstuðum fiski og garnatólg, sem er svona svipað og siginn fiskur og hamsatólg. Ég sagði að það yrði ekki eldaður skemmdur matur aftur í íbúðinni minni og hugsaði með hryllingi til úldnu sviðanna sem ég sauð handa okkur um daginn. Bauðst í staðinn til að halda upp á afmælið fyrir hann heima hjá mér. Síðasta vika fór svo í bollaleggingar um veitingar og þær höfðu í för með sér nokkur símtöl til Íslands til að safna uppskriftum. Niðurstaðan varð brauð í alls konar formi og álegg og ýmis konar góðgæti. Systir hans kom svo og gerði Mojito í fordrykk handa þeim sem vildu og eftir það drakk hver það sem hann langaði í. Hann bauð vinnufélögunum, systur sinni og tveimur vinum en ég sá um að bjóða mömmu hans. Alveg óvart reyndar en það reyndist svo auðvitað vera allt í lagi að hún kæmi líka. Partýið lukkaðist alveg svona ljómandi vel, allir héldu sig á mottunni og enginn var áberandi leiðinlegur sem þykir nú mikill kostur í svona teitum. Við fórum svo í bæinn þar sem ég kenndi barþjóninum að blanda Brjáluðu Bínu en svo skellti ég mér nú aðeins á dansgólfið að hrista annars ryðgaða skanka, sem höfðu ekki verið hreyfðir í dáldinn tíma. Komst nú samt alveg heil frá þeim ósköpum. Var samt að drepast í löppunum, en það er þekkt kvöl þegar ég fer á djammið. Bjútí is pein, það er alveg á hreinu. Spurning um að fara að hugsa um fæturna á sér og láta fegurðina lönd og leið. 

Sunnudagurinn fór í sjónvarpsgláp sem var skolað niður með slatta af þynnku og afgöngum frá kvöldinu áður. Pabbi heyrði í hausverknum í gegnum símann. Hefði þurft mánudaginn líka til að ná fullri orku aftur. Það er bara ekki eins gaman að djamma á föstudögum. Komst nú áfallalaust gegnum mánudaginn samt og þriðjudaginn líka og sit nú hér.

Set jafnvel myndir inn síðar ef ég nenni að bíða eftir að þessi tölva hlaði þeim inn. 


Fyrir Júlíönu

IMG_1121Einu sinni var stelpa sem hét Júlíana. Hún var voða dugleg að læra íslensku. Henni fannst ég þó skrifa svolítið flókna íslensku og þess vegna ákvað ég að einfalda skrifin mín. Júlíana er frá Þýskalandi og er því Þjóðverji sem talar þýsku. Hún talar samt líka ensku, norsku og núna rétt bráðum íslensku. Henni finnst stundum kalt á Íslandi. Þá fer hún í nýju lopapeysuna sína sem hún fékk í jólagjöf. Henni finnst lopapeysan hlý. Það er gott að eiga hlýja lopapeysu þegar það er mikill snjór úti. Þá getur hún farið út að leika sér í snjónum. Hún getur gert snjókarl og snjóengla eða farið í snjókast. Það má samt ekki kasta snjóboltum í bílana. 

Júlíana á heima á Boðagranda. Hún býr hátt uppi. Hún fer alltaf í lyftunni upp í íbúðina sína/mína. Henni finnst gaman í lyftunni. Hún fer stundum í bað í íbúðinni og eldar stundum kvöldmat fyrir sig og kærastann sinn. Stundum eldar kærastinn mat handa henni. Hún verður að muna að bursta tennurnar eftir matinn. Hún á fínan tannbursta og gott tannkrem. Þau vaska oft saman upp nema að annað hvort þeirra hafi tapað veðmáli.  Júlíönu finnst gott að búa á Boðagranda.

 


Brandari dagsins

Ljósin eru aftur farin af bílnum mínum. Ég er alveg hætt að hlægja, brosi ekki einu sinni. Svona getur gamall brandari orðið þreyttur. Sumir eru reyndar alltaf fyndnir, eins og þessi litla saga:

Vinkona mín var að keyra með mömmu sinni. Þær voru stopp á ljósum þegar strákur kemur á hjóli og hjólar á bílinn. Vinkona mín segir við mömmu sína: "Athugaðu hvort það sé ekki í lagi með hann". Mamman rífur upp hurðina og gargar á drenginn: "ER EKKI ALLT Í LAGI MEÐ ÞIG!!!"

Hehe ég fer alltaf að hlægja þegar ég hugsa um þetta.  


Mánudagsmyrkur

Ef að Íslendingar eru að skýla sér á bak við skammdegisþunglyndi yfir dimmustu mánuðina þá ættu nú Færeyingar að vera enn þunglyndari. Það er ekkert eðlilega dimmt hérna! Hér eru bara ljósastaurar öðru megin á götunni og upplýst bílastæði og gangstéttar eru með öllu óþekkt fyrirbæri. Þetta er kjörin staður fyrir þjófa og árásarmenn því út um allt er myrkur og þeir gætu læðst upp að manni án þess að maður sæi þá. Blessunarlega eru nú miklu minni líkur á að á mig verði ráðist hérna en heima enda Færeyingar upp til hópa friðsælir nema einstaka fyllibyttur og geðsjúklingar sem ekki er til stofnun fyrir.

Mér finnst myrkrið bæði heillandi og ógnvænlegt. Ógnvænlegt því ég er svo hryllilega náttblind og sé ekki tærnar á mér ef ekki er ljósastaur í grenndinni og mér finnst ég svo varnarlaus þegar ég sé ekki neitt. Bíð alltaf eftir hálkubletti eða polli.  Hins vegar finnst mér myrkrið líka heillandi. Einmitt það að sjá alls ekki neitt. Horfa eitthvað út í loftið og sjá ekki móta fyrir fjalli í fjarska eða báti sem siglir inn fjörðinn. Í myrkrinu finnst mér líka svo gott að vera bara inni með kertaljós og gott rauðvín og hafa það huggulegt. Ég hlakka samt til þegar fer að birta, þá verður kannski auðveldara að vakna á morgnana. Ég þarf alla vega ekki að hafa áhyggjur af því að krakkarnir á efri hæðinni pirri sig á endalausri hringingu í vekjaraklukkunni minni því þau eru jafn slæm og ég... ef ekki verri. Þeirra klukka hringir stundum á meðan ég vakna, fer í sturtu, blæs á mér hárið og hún hringir stundum enn þegar ég fer í vinnuna. Það er nú einu sinni þannig með lestina sem maður hefur... manni líður eilítið betur ef einhver annar er verri en maður sjálfur.

Annars sá ég stelpu í ræktinni í dag í bol sem hafði greinilega verið gerður fyrir lagasetninguna varðandi samkynhneigða. Á bolnum stóð eitthvað í þá veruna: "Það skiptir ekki máli hvern maður elskar" Mig langaði að faðma hana. 


Jellý sprellí!

 

IMG_1151

 

 












IMG_0146 P1010445

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_1150 IMG_1153

IMG_0145

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
  
 
IMG_0194 IMG_0195

 


Játning

Ég er orðin limur í Yndi. Pælið í því!

Líkamsrækt

Í tilefni af því að ég keypti mér kort í ræktinni í dag mun ég ekki borða svona á næstunni án þess að setja upp þennan svip.

 

IMG_0186

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband