Þriðjudagur, 9. janúar 2007
Afskipt
Ekki þykir mér nú lesendum mínum mjög annt um mig, en þeim hefur nú reyndar fækkað frá því fyrir jól, miðað við að enginn hefur lýst áhyggjum yfir annarlegum leiðindapúka sem skaut skyndilega upp kollinum hér á blogginu mínu. Ekki veit ég af hverju þetta afskiptaleysi stafar nema að í öllum stjörnuspám fyrir árið 2007 hafi staðið "Forðastu að skrifa athugasemdir á bloggsíður vina þinna, það gæti haft alvarlegar afleiðingar." Hver svo sem ástæðan er hef ég ákveðið að berjast bara ein við leiðindapúkann án nokkurs stuðnings vina og fjölskyldu!
Það gerðust þó undur og stórmerki í dag. Færeyjamet var sett í þjónustu við Hugrúnu litlu. Og já... það er enn og aftur blessuð bifreiðin mín. En nú var metið í hina áttina, þ.e.a.s. ég bara brosi allan hringinn í stað þessa að sitja á steini með fýlusvip. Ég fór sem sagt með bílinn í viðgerð kl.13 í dag og það var hringt rúmlega fimm og sagt að hann væri tilbúinn! Tja undrin gerast enn og er ég því komin á skrjóðinn, eilítið klesstan en að minnsta kosti með öll ljós í lagi. Og þarf nú ekki meira til að gleðin hreiðri um sig í mínu litla hjarta.
Þetta ár fer annars bara furðanlega vel af stað. Eldmóðurinn enn til staðar þegar önnur vikan er að verða hálfnuð. Þetta hefur held ég bara ekki gerst áður. Janúar að verða búin og sumarið nálgast óðfluga. Gleði, gleði!!
Athugasemdir
Þú ert ekki neitt afskipt!! Ég hugsaði þessum leiðindapúka þegjandi þörfina þegar ég las þessa aths og einnig í morgun þegar ég var að tannbursta mig! "Hver skrifar svona lagað?"- hugsaði ég. "Hver er þetta????" Ég mun leggjast á eitt að finna þennan leiðindapúka og eiga við hann nokkur vel valin orð! og hana nú!
Lára (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 09:15
ég er búinn að jafna mig á trivial tapinu (rétt svo), en ég myndi nú ekki setja svona í gestabók kæra systa. þannig að þú getur tekið mig af lista grunaðra. ég er með spilið í láni núna og er að læra spurningar og svör utanað þannig að ég bíð spenntur eftir að taka annan leik næst þegar þú kemur. hafðu það gott, bið að heilsa rauðu þrumunni.
kjartan (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 09:35
Hæ Hugrún
Ég er sko ekki búin að gleyma þér. Og ég hef líka áhyggjur af þessum leiðindapúka. Leiter beibí.....
anna Jóhanns (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 11:55
Ég er búinn að gleyma þér!
Leiðindapúki (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.