Leiðindapúki

Leiðindapúki hefur hafið innreið sína á bloggið mitt. Hann setti leiðindapúkalega athugasemd inn í gestabókina mína. Ég skil ekki fólk sem þarf að vera svona neikvætt, getur það ekki bara haldið skoðunum sínum fyrir sig! Ég er auðvitað líka að velta fyrir mér hver þetta geti verið og það eina sem mér dettur í hug er maðurinn sem keyrði fyrir aftan mig og mömmu þegar við keyrðum á 30 af því að bíllinn var næstum því bremsulaus. Hann hefur samt þurft að hafa mikið fyrir því að hafa upp á mér... ætli að það sé uppljóstrari í lesendahópnum?

Ætli þetta sé einhver í lesendahópnum?

Kannski hitti ég þessa manneskju um jólin?

Ætli hún sé rauðhærð?

Hef bróður minn grunaðan þar sem ég vann hann í Trivial.

Shit eða kannski er þetta einhver sem ég ætlaði að heimsækja en heimsótti ekki. Afi kannski? Nei, afi er nú friðsemdar gaur.

Kannski eru þetta einhver samtök sem þola mig ekki? FAE kannski? FARÐU AÐ EILÍFU. Hef heyrt að þessi samtök einbeiti sér að fólki sem yfirgefur landið og snýr svo aftur. Pælingin er víst að fyrst þú fórst þá hafirðu ekkert að gera heim aftur.

Nei, ég veit það ekki... 

Ég sef samt alveg... held að það sé einhver að gera at í mér. Nema að þetta sé allt saman eitt allsherjar samsæri?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband