Þjónusta - hvað er nú það??

Það er ekki komið í tísku í Færeyjum að kassadömur eða piltar bjóði góðan daginn eða óski manni góðrar helgar eins og er orðinn almennur standard á Íslandi. Hér segir afgreiðslufólk bara akkúrat ekki neitt á meðan það rennir vörunum í gegnum blíbbið. Spyr bara hvort það eigi að taka akkúrat ef maður borgar með korti. Þessi pistill verður sem sagt helgaður þeim þjónustuslysum sem ég hef lent í þessa mánuði sem ég hef verið hér.

Skósmiðurinn  

Ekki mikið um hann að segja nema hann var í fríi í heilan mánuð og er eini skósmiðurinn í Þórshöfn! Ég þurfti því að senda skóna til Íslands þar sem mér lá á að fá þá í lag.

Bifreiðaverkstæðið

Það er nú aðaldjókið. Það þurfti sem sagt að gera við afturljósin á bílnum mínum sem mér mistókst að gera við sjálfri. Til að byrja með þá þurfti ég að bíða í mánuð eftir að fá tíma. Svo fékk ég tíma á einhverjum fimmtudegi kl.átta. Eins og ég þekki frá Íslandi fór ég með lykilinn kvöldið áður og henti í póstkassa þarna... voða fínt í umslagi merktu bílnúmerinu og símanúmerinu hjá Bartal. Ég bjóst við að fá bílinn sama dag og var búin að lofa að sækja Önnu á flugvöllinn á föstudeginum. Seinnipartinn á fimmtudeginum hringdi Bartal en þeir höfðu bara ekkert komist í að kíkja á bílinn en við áttum að tékka aftur á föstudeginum. Það var sama svarið þá líka! Ég fékk svo bara lánaðan bíl til að sækja skvísuna á flugvöllinn. Var svo bíllaus alla helgina og mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag! Þá fékk ég loksins að vita að þær gætu ekki gert við bílinn og ég þyrfti að fara með hann í umboð fyrir Nissan. Takk fyrir pent... gátu þeir ekki sagt það strax!! Til að kóróna allt saman sögðust þeir vera búnir að týna lyklinum af bílnum! Og hann hefur ekki fundist enn tæpri viku seinna. Ég er sem sagt búin að redda þeim númerinu hjá Ingvari Helgasyni svo það sé hægt að panta annan lykil!! Þvílíkir hálfvitar!! Og nei ég á ekki aukalykil!! Ég týni nefninlega aldrei lyklum og þarf þess vegna ekki aukalykil   Tounge  Já og ég fékk tíma á hinu verkstæðinu 11.desember! Ég er í alvörunni að spá í að opna verkstæði hérna sem er rekið eins og á að reka bílaverkstæði!

Hreinsunin

Ætlaði með buxur í hreinsun fyrir jólahlaðborð Intrum á föstudaginn. Ætlaði mér þetta á mánudaginn. Bitur reynsla sagði mér samt að biðja einhvern um að hringja fyrir mig áður til að tékka hvort að buxurnar yrðu tilbúnar í síðasta lagi á fimmtudegi ef ég kæmi með þær á mánudeginum. Sem betur fer gerði ég það því þurrhreinsivélin var biluð!! Hann sagðist nú samt geta þvegið þær fyrir mig en ég ákvað þá bara að henda buxunum sjálf í vél og pressa svo bara hjá mömmu!

Þannig að þjónustustigið er ekki mjög hátt hérna enda á ég nú frekar góðu að venjast að heiman og geðveikin hefur ekki ennþá náð hingað! En það þýðir víst lítið annað en að hlægja bara að þessu enda er ég farin að geta það eftir að hafa öskrað á nokkra vini og vandamenn vegna þessa.

Annars fer ég nú bara að lenda á klakanum ekki á morgun, ekki hinn heldur hinn og þá verður nú mikið húllumhæ. Jólahlaðborð á föstudagskvöldinu, matur hjá múttu á laugardaginn og tónleikar með Sufjan Stevens um kvöldið og svo örugglega eitthvað djamm í kjölfarið á því og svo bara eitthvað annað sniðugt og skemmtilegt. Hlakka alla vega mikið til   Sideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æj, æj, þetta er nú ekki nógu gott.  Þú þarft greinilegar að fara innleiða íslenskan hraða í Færeyjum.  En þetta er pottþétt dæmi um að þeir eru meira skildir Dönum en okkur hér á klakanum vegna þess að í Danmörku gerist allt svona hægt líka.  Ég banka kannski upp á efri hæðinni um helgina þar sem kallinn verður ekki heima en ég geri alla brjálaði í Selinu

Kv. Sigga Elka

Sigga Elka (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 08:28

2 identicon

Skemmtu þér alveg sjúkó-vel, alltaf jafn gaman að lesa um þig og þínar ófarir ;) hahaha bið að heilsa í bili Hrefna Ýr

hrefna Ýr (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband