Ingimar

Ingimar var jarðaður í gær. Hann var uppeldisbróðir hennar ömmu minnar á Egilsstöðum. Hann var 84 ára og fékk að deyja án þess að vera orðinn mjög veikur enda var honum frekar illa við að láta krukka í sig. Minningar mínar um Ingimar eru allar mjög fallegar og yfir þeim er mikil ró enda geislaði frá honum einstök ró og mikill kærleiki. Hann kom alltaf í heimsókn til ömmu og afa þegar við komum til Egilsstaða. Hann sagði yfirleitt ekki mikið en samt var alltaf mjög  augljóst ef hann var ekki á staðnum. Ég man líka eftir því að hafa farið í heimsókn til hans og þá gaf hann mér súkkulaði.

Mér fannst leiðinlegt að geta ekki mætt í jarðarförina hans en hugga mig við það að maður getur sent hlýja strauma og hugsanir til fólks hvar sem maður er í heiminum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband