Þriðjudagur, 24. október 2006
Sár rass
Á mánudagsmorguninn vaknaði litla prinsessan kl. 6.10 um nóttina til að hitta vinnufélagana í spinning. Þeir sem þekkja mig trúa þessu örugglega ekki en ég er ekki að plata!! Tíminn hófst 6.45 stundvíslega og það rifjuðust upp gamlar þjáningar frá því að ég tók spinning skeiðið í Planet Pulse hér á mínum yngri árum. Man sérstaklega eftir hvað "Purple Rain" er ótrúlega langt lag... En í Færeyja spinning tímanum voru öll lögin frekar löng sem segir bara mest um líkamlegt ástand prinsessunnar. Ég huggaði mig þó við það að ég var langt frá því að vera í verstu málunum þarna og ég hélt persónulega að ég væri í mun verri málum. Ég hef því ákveðið að fjárfesta í korti í þessari stöð sem heitir annars Yndi. Í dag er því rassinn aumur og ég finn meira fyrir fótunum en alla aðra daga en það er bara hvati til að halda áfram og reyna að koma sér í eitthvað form hérna í sveitinni. Veit samt að ég þarf að taka á honum stóra mínum til að nenna að drullast í ræktina en fyrsta skrefið er alla vega að kaupa kortið.
Það byrjaði annars að snjóa hér í höfn Þórs í kvöld og ég vona bara að hann verði farinn á morgun blessaður enda segir nú veðurspáin að hann fari hlýnandi. Hver sem svo þessi hann er...
Ég er líka búin að setja inn myndir úr brúðkaupinu sem ég var víst búin að lofa.
Það heldur svo annars í mér lífinu þessa dagana að nú eru bara 9 dagar þangað til Anna kemur í heimsókn. Þarf alveg á því að halda að hitta einhvern að heiman og þá er Anna nú miklu betri en enginn. Enda þekki ég engan ekki neitt... Hehehe brandararnir alveg hrynja af mér í kvöld
Bið ykkur vel að lifa í bili...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.