Flutningar

Fyrirtækið flutti í dag. Fórum úr nýju húsnæði í iðnaðarhverfinu (hehe ef hverfi skyldi kalla) í miðbæinn. Húsið sem við fluttum í er MJÖÖÖÖÖG gamalt og það lýsir því kannski best að það á að rífa það þegar við verðum farin. Samt góður andi í því og það er mjög kósí... alla vega á meðan það er ekki rigning. Ég heyrði draugasögur um það að það læki. En þá er bara að mæta með regnhattinn og regnhlífina og reyna að forða tölvunum frá dropunum. Það er samt æði að vera svona í miðbænum. Ég spurði einhvern tímann hvar allt skrýtna fólkið væri hér í Þórshöfn en eftir daginn í dag fékk ég svarið.... Það er í miðbænum á þeim tíma sem ég er að vinna! Það kom t.d. ein gömul kona, sem var örugglega full, inn til okkar í dag. Skyldi ekki hvað innheimtufyrirtæki var en sagði að það gæti nú ekki verið mjög spennandi þar sem við værum að vinna á tölvur! Hún fór svo bara.

Ég er annars bara að reyna að láta mér detta eitthvað sniðugt í hug fyrir væntanlegt brúðkaup, þar sem ég lét plata mig út í veislustjórnun. En svo þarf maður ekkert alltaf að vera sniðugur. Leiðinlegt fólk getur líka verið ferlega fyndið. Spurning um að taka bara föndurgaurinn í Spaugstofunni á þetta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held þú sláir í gegn í brúðkaupinu og held þú þurfir alls ekki á spaugstofuköllunum að halda.
Takk f. gott plan hérna fyrir neðan. Nú get ég sofið betur vitandi af þessu frábæra plani þínu. Nokkuð ljóst að þér á ekki eftir að leiðast.
Bið þig vel að lifa á Snípuveginum elskan..

Íris Dögg (IP-tala skráð) 2.10.2006 kl. 20:14

2 identicon

3 dagar :)

anna (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 08:51

3 identicon

Þú munt standa þig vel ;) Ekki spurning... Gangi þér vel stelpa ;)

hrefna ýr (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband