Hugrún á ferð og flugi!

Bíllinn minn er kominn til Færeyja!!

Mikið rosalega var nú gaman að sjá kunnuglegan málmklump í fjöldanum í dag. Ég fór kl. 11 að sækja bílinn og var um það bil að ganga í hlað þegar skipið renndi upp að bryggjunni. Ég fór í einhverja móttöku þarna og sagði manninum þar á íslensku að ég væri að sækja bílinn minn. Eftir nokkrar endurtekningar og smá handapat skildi hann hvað ég var að meina. Ég hinkraði svo á meðan einhver annar gaur hljóp eftir pappírunum um borð. Og þar var pappírinn um rauðu þrumuna! Jæja ég fékk eitthvað blað í hendurnar og maðurinn tilkynnti mér að ég yrði að fara yfir til tollaranna og fá stimpil. Með mikinn hjartslátt rölti ég yfir til þeirra, vissi ekkert hvað pabba hefði dottið í hug að láta fylgja með í bílnum. En eftir eitt símtal hjá starfsstúlku tollsins fékk ég stimpilinn. Ég gekk svo aftur yfir í afgreiðsluna og þar var stimplað aðeins meira en að lokum fékk ég annað blað í hendurnar og gat þá farið í pakkhúsið og sótt bílinn.

Það var ólýsanleg tilfinning að setjast upp í kunnuglegan bíl, lausan við öll nútímaþægindi og aka af stað aftur í vinnuna. Mér fannst eins og ég væri drottning Þórshafnar, passaði mig að gefa stefnuljós á réttum stöðum og stoppa fyrir gangandi vegfarendum. Þórshöfn brosti við mér og ég brosti til allra!

Það sem auðvitað ekki má gleymast er að þakka pabba gamla fyrir að nenna að keyra skrjóðinn á Seyðisfjörð á max 90 km hraða og með ekkert útvarp. TAKK ELSKU PABBI MINN!! Koss  Og þar að auki fengum við í vinnunni helling af ristapokum frá Myllunni þannig að nú verða samlokur í öll mál Hlæjandi

Jæja er að fara í bíltúr.... hehe eða bara að þrífa aðeins þar sem ég er að fá vinnufélagana í mat og geim á morgun og maður verður nú að reyna að koma vel fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með að vera búin að fá kaggann!! Pabbi þinn er bara súper pabbi

Lára (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 14:31

2 identicon

Brrrrúúúúúmmmm......

Jóna Bryndís (IP-tala skráð) 27.9.2006 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband