Óspennandi líf

Það er nokkuð ljóst að ég verð að fara að láta mér detta eitthvað sniðugt í hug til að skrifa um hérna þar sem það er ekkert gaman að segja frá lífi mínu hérna. Er bara að vinna og vinna og vinna meira! Sem er svo sem allt í lagi... ennþá alla vega. Helgin fór sem sagt í svefn (við erum að tala um að ég vaknaði kl. 17.30 á laugardaginn!! Eigum við að ræða það eitthvað eða?) og vinnu og einn stuttan göngutúr út í búð. Enda er hausinn á mér nokkuð steiktur í augnablikinu þar sem ég er meira og minna búin að sitja fyrir framan tölvuna síðan á hádegi! En ég er líka búin að gera helling sem er mjög gott.

Ég held reyndar að ég sé búin að setja færeyjamet í því að drepa hrossaflugur og önnur skorkvikindi. Þetta er akkúrat ástæðan fyrir því að ég gæti ekki hugsað mér að búa í kjallaríbúð ef ég fengi að ráða. Ég þoli ekki þessi helvítis kvikindi. Var að enda við að drepa ógeðslega margfætlu sem verður örugglega til þess að mér á eftir að finnast alls konar skorkvikindi skríða á mér þegar ég fer að sofa. Nema að Harry Potter geti látið mig gleyma þessu. Hann er nefninlega að kenna mér færeysku blessaður. Það er reyndar mjög fyndið að lesa hann á færeysku... mikið um gandakarla og lykt (sem mér finnst alltaf vera lykt en ekki ljós, sem veldur oft kátínu á Snípuvegi)

Ég get nú samt glatt þá sem höfðu gaman af skrúbbfærslunni og ryksugufærslunni að nú stendur til að kaupa frystiskáp á heimilið. Þoli ekki að þurfa að borða sama matinn marga daga í röð af því að ég á ekki frysti og allt er selt í svo stórum pakkningum. Að því ógleymdu að geta ekki átt klaka í ginið!!  Hissa Þannig að ég veit ekki hvort ég þarf að panta þetta frá Danmörkinni eða hvort þeir luma á litlum krúttlegum frystiskáp hér á eyjunum. En það kemur í ljós og mun ég leyfa ykkur að fylgjast með leit minni að hinum fullkomna frystiskáp!!

Góðar stundir og góða nótt!!  Koss


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ördýramorðingi !

Jóna Bryndís (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband