Sniglar

Siggi snigill

Getið þið ímyndað ykkur snigil sem er að flýta sér? Ekki það? Eruð þið viss? Nei ok, ég get það ekki heldur!! Það er nefninlega mjög mikið af sniglum hérna og eins og önnur dýr sem eru minni en ég finnst mér þeir frekar ógeðslegir. Þess vegna fundust mér þeir örugglega svona góðir á bragðið... því mér finnst gaman að borða óvini mína. Geri samt of lítið af því, ætti kannski að prófa að gera kóngulóarbuff og bjöllusalat. Gæti verið gott á bragðið...

Ég get samt ekki hætt að hugsa um hvernig sniglar flýta sér... Ég er búin að vera að hugsa um þetta í nokkra daga og sé alltaf fyrir mér eftirfarandi samtal:

Solla snigill við Sigga snigil: "Siggi minn, flýttu þér nú!! Það er maður að koma og ef þú flýtir þér ekki stígur hann ofan á þig"

Og ég sé fyrir mér aumingja Sigga snigil verða eldrauðan og flýta sér eins og hann getur en það bara gerist ekki neitt og hann bara lúsast áfram eins og hann er vanur. Þegar ég hugsa um Sigga snigil að flýta sér fæ ég sömu tilfinningu og þegar maður er með martröð. Einhver er að elta mann og maður hleypur og hleypur en kemst ekkert áfram. Ef mér líður þannig getur maður rétt ímyndað sér hvernig Sigga snigli líður!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað segiru Hugrún mín...ennþá með hita??
hahahha er í kasti yfir þessum pælingum þínum..hehehe þú ert snillingur :)
Jæja hafðu það voðalega gott elskan min..

Íris mega (IP-tala skráð) 3.9.2006 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband