Afmælishelgin

Afmælisbarnið og gestirnir

Nú er stórafmælið yfirstaðið og ég veit að margir bíða spenntir eftir slúðrinu... ég verð samt að valda ykkur vonbrigðum því það er eins með Þórshöfn og Vegas! "what happens in Tórshavn stays in Tórshavn!" Hlæjandi Ég skal nú samt segja ykkur smá. Þetta var tvöföld djammhelgi svona eins og afmælishelgar eiga að vera. Kíkti aðeins með vinnufélugunum út á föstudagskvöldinu í bjór og samloku. Það endaði auðvitað í aðeins meiri bjór en áætlað var með söng og öllu tilheyrandi. Við fórum á Manhattan þar sem Kim Hansen og James héldu uppi fjörinu og þjófstörtuðu afmælinu með því að syngja afmælissönginn fyrir mig fyrir miðnætti. Það var samt voða sætt enda fór ég svo heim stuttu seinna þar sem ég þurfti að mæta snemma á flugvöllinn til að sækja Láru kláru.

Lára í Færeyjum

Lára mætti til Færeyja galvösk eins og henni einni er lagið. Var yfirheyrð í tollinum um innihald kassanna sem hún kom með fyrir vinnunna. Hún lenti þó ekki í neinum vandræðum sem betur fer. Við byrjuðum á því að koma heim þar sem hún tók út húsnæðisbúnað og hreinlætistæki og svo héldum við í húsgagnaskoðunarferð. Ég vissi auðvitað að ég var með réttu manneskjuna í þess háttar leiðangur þar sem hún fann handa mér borðstofuborð og margt annað sem ég mun fræða ykkur um þegar það verður komið í hús. Við röltum svo bara í bænum og sötruðum bjór á kaffihúsum þangað til tími var kominn til að fara heim og græja sig fyrir kvöldið. Áður en bjútítrítmentið hófst var samt pakkatími og það var nú alveg ótrúlegt hvað kom upp úr krafsinu þar. Ég varð ekkert smá hissa á öllu sem hún dró upp úr ferðatöskunni frá vinum og vandamönnum. Þetta voru allt æðislegar gjafir sem hittu allar beint í mark og sumar í hjartað. Brosandi Mamma og pabbi sendu video sem þau höfðu gert með kveðjum frá vinum og vandamönnum. Það var alveg ferlega krúttlegt og sætt og hefði endað með alls herjar táraflóði ef Kjartan bróðir og Tryggvi frændi hefðu ekki klippt þetta saman og tekið mestu sykurhúðin af þessu með fyndnum athugasemdum. Þannig að þetta var fullkominn blanda af gamni og alvöru. En svo tók sturtan við og tilheyrandi skveringar eftir það og leiðin lá á Toscana að borða. Þar borðuðum við stöllur snigla í forrétt og nautakjöt í aðalrétt. Þessu var skolað niður með viðeigandi léttvíni og miklum hlátri. Ég tók smá rispu á klósetthurðinni sem ekki vildi opnast þrátt fyrir mikla krafta mína... hverjum datt í hug að hafa rennihurð á klósettinu!! Eða hvernig átti mér að detta í hug að maður ætti hvorki að toga né ýta heldur renna.... Asnalegt!!

Eftir þetta tók svo við almenn drykkja og gleði og í hópinn slógust Randi og Bartal. Að sjálfsögðu var afmælissöngurinn sunginn aftur af tónlistarfólki Cafe Natur og við héldum að sjálfsögðu uppi fjörinu á staðnum. Það fannst okkur allavega  Ullandi Við fórum svo og tókum nokkur spor á Cippo og Rex en um fimmleytið var kominn tími til að halda heim. Svefninn tók samt ekki völdin fyrr en um sjöleytið Brosandi

Á sunnudeginum vöknuðum við og pöntuðum pizzu. Heilsan var nokkuð góð miðað við árangur gærkvöldsins og Bartal fór með okkur skvísurnar í bíltúr að skoða "Risann og kellinguna" Það eru tveir klettar í sjónum sem eru að sjálfsögðu tröll, nema hvað! Þau komu frá Íslandi og ætluðu að draga Færeyjar að Íslandi en náðu ekki heim áður en sólin kom upp og urðu að steini blessunin  Hissa Við Lára fórum svo í göngutúr um kvöldið og þar með var þessi allt of stutta helgi búin og kominn tími til að fara að sofa.

Það var auðvitað alveg ómetanlegt að fá allar þessar kveðjur frá fólki sem mér þykir svo vænt um og það er á dögum sem þessum sem maður gerir sér grein fyrir hvað það er margt fólk í kringum mann sem maður getur stólað á. Að hafa Láru til að fagna þessum degi með mér var auðvitað toppurinn á öllu því maður verður nú alltaf ríkari af því að umgangast hana. Þannig að þetta var bara fullkomin helgi og þrítugsbömmerinn hefur ekki helst yfir mig ennþá sem hlýtur að teljast ágætt.

Nú er aftur á móti kominn tími til að fara að sofa ef það verður í boði þar sem nefið er stíflað og hálsinn aumur. Ég ætla samt að henda inn nokkrum myndum frá helginni.... en bara þeim sem eru birtingarhæfar   Glottandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Greinilega geggjuð helgi. Doldið kærustuparaleg mynd af Láru og Bartal....hummm :)

Valdís (IP-tala skráð) 29.8.2006 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband