Loksins, loksins!!

Jæja ég get glatt þá sem ekki eru hættir að fylgjast með þessari síðu að ég er komin með nettengingu heim. Í hinum fullkomna heimi ætti það að þýða að bloggfærslum fjölgi. Ég mun samt engu lofa um það. Það er ekki gott að lofa upp í ermina á sér... nema ef maður er í stuttermabol.

Ég á að vera að læra undir próf en er í staðinn að blogga þetta og með fæturna í bleyti svo ég geti skafið af þeim skinnið um leið og þessari færslu líkur. Prófið agalega er samt á morgun og ég get alveg viðurkennt það að ég er mjög stressuð! Stressið stafar af almennu skilningleysi á námsefninu og hræðslu við að mistakast í annað skiptið. Það er aldrei hægt að gera meira en sitt besta og svo verður kennarinn að finna tölu til að meta hvað mitt besta er á skalanum 1-10. Vonum bara að það verði alla vega 5.

Ekkert að frétta sérstakt svo sem, nema það að ég ætla að fá mér bjór annað kvöld á meðan ég baka fyrir samstarfsmenn mína og skúra fyrir Láru. Spenningurinn er að verða svakalegur fyrir heimsókn konunnar en ég veit að okkur mun sko ekki leiðast agnarögn. Ferðin mun hefjast á búðarleiðangri þar sem ég mun þiggja góð ráð varðandi innanstokksmuni. Síðan verður farið heim í allsherjarbjútítrítment og svo ætlum við út að borða á Toscana. Eftir það munu vinnufélagar mínir slást í hópinn og þá verður sko fjandinn laus. Sunnudagurinn fer svo í að túristast eitthvað, fer eftir heilsu. Það er alla vega búið að ákveða það að það verður rosalega skemmtilegt!!

 Jæja þá eru það bækurnar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo gaman að fá að fylgjast með þér sæta mín ;)

hrefna Ýr (IP-tala skráð) 23.8.2006 kl. 23:59

2 identicon

Gangi þér vel í prófinu í dag! Þú massar þetta ;o)Sjáumst ekki á morgun heldur hinn!

Láraq (IP-tala skráð) 24.8.2006 kl. 09:01

3 identicon

Prófið er kannski búið núna? En ég vona að þér hafi gengið vel. Ég hef ofurtrú á þínu gáfnafari. Vona líka að þér gangi vel að sletta úr klaufunum á laugardaginn - efast reyndar ekki um að það gangi vel ;o)

Jóna Bryndís (IP-tala skráð) 24.8.2006 kl. 13:58

4 identicon

Hæ hæ Skvísa

Til hamingju með daginn. Loksins komin í fullorðinna manna tölu. Ég vona að þú hafir átt ánægjulegan afmælisdag og djammað feitt með Láru.

Kveðja Erna Margrét

Erna M (IP-tala skráð) 28.8.2006 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband