Helgin

Föstudagur

Sinnti mínum skildum í vinnunni til rúmlega fjögur. Eftir það fór ég ásamt tveimur vinnufélögum af þremur á Cafe Natur til að drekka bjór. Það endaði auðvitað í nokkrum bjórum, gini, hot shot og alls konar vitleysu. Reyndar fékk ég á þessum stað nokkuð sem átti að vera tvöfaldur gin í tonic en mig grunar að þetta hafi verið tvöfaldur gin í vatni. Þetta var alla vega hreinasti viðbjóður!! En eins og sannri drykkjukonu sæmir svolgraði ég þessu auðvitað í mig og var fegnust þegar glasið var búið. Við röltum svo yfir á englabarinn en það var einum of rólegur staður fyrir okkur en það góða var að við fengum alla vega almennilegt gin þarna. Manhattan var svo pleisið fyrir okkur þetta kvöld. Eftir nokkra drykki í viðbót fóru tveir gaurar að spila og þeir voru alveg geggjaðir! Ég var alveg komin í söngfílingin og hefði alveg eins getað verið þarna ein, því ég varð svo mikið að syngja með að ég mátti ekkert vera að því að tala við félaga mína. Ég fékk það svo á heilann að ég yrði að heyra Pianoman og nöldraði í gaurunum þangað til þeir létu undan. Já og svo tóku þeir Bubba á færeysku. Hehehe það var algjör snilld. Man ekki hvað lagið heitir en það byrjar svona: "ég hef staðið við gluggann, heyrt hann tala..." Eftir nokkrar söngsyrpur fórum við niður í kjallara en þar var alvöru hljómsveit að spila. Þeir voru líka alveg magnaðir... ég naut þess aðallega að sitja bara og hlusta á þá. Randi skellti sér á dansgólfið en ég lét það nú að mestu vera... tók smá snúning svona undir lokin. Um þrjúleytið var ég búin að fá nóg, fór út og fékk mér franska pylsu og tók leigubíl heim. Þetta var sko alvöru leigubíll því ég fékk að hlusta á upplestur úr Biblíunni alla leiðina heim! Ekkert rokk í þessum bíl sko....

Myndir frá kvöldinu komnar inn :)

Laugardagur

Þessi dagur fór í þynnku. Fékk reyndar hringingu frá Randi þar sem hún var að reyna að plata mig út aftur en ég ákvað að vera bara heima.

Sunnudagur

Vaknaði um hádegi. Ákvað að liggja ekki bara í myglunni heima og dreif mig því í göngutúr. Það var að sjálfsögðu mjög hressandi eins og göngutúrum er ætlað að vera. Tók nokkrar myndir sem ég er búin að setja í myndaalbúmið "Sunnudagsgöngutúr" Stefnan var svo tekin á vinnunna þar sem ég kíkti aðeins á netið og hringdi í Siffu. Þegar ég kom heim tók ég skrans á bakaraofninum og er hann núna orðinn agalega fínn. :)

Mér hafa alltaf fundist sunnudagar frekar leiðinlegir dagar og þessi dagur er engin undantekning. Einhvern veginn ekkert að gera og það eina sem bíður manns er ný vinnuvika. Ekki það að það sé ekki gaman í vinnunni, bara einhvern veginn...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sólstrandagæjinn þokkalega svalur! hehehe

Lára (IP-tala skráð) 14.8.2006 kl. 09:57

2 identicon

Anna Jóhanns (IP-tala skráð) 14.8.2006 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband