Sunnudagur, 6. ágúst 2006
Pöddusérfræðingar
Jæja nú er ég komin með myndir af skrímslinu ógurlega. Þeir sem þekkja helvítið eru beðnir um að gefa sig fram og ausa úr viskubrunni sínum inni á athugasemdum.
Svo áhugasamir viti nú hvernig örlögum þessa viðbjóðs var háttað þá vonaðist ég bara til að hann myndi drepast undir glasinu... en nei þetta var lífsseigt helvíti og það var ekki fyrr en ég sprautaði á hann hárlakki sem þetta drapst. Það var agalegt að horfa upp á kvikindið engjast um eftir árás mína en það skrýtna var að ég fann til engrar vorkunnar... ég ætti kannski að ganga í al-Qaida þar sem ég virðist vera algjörlega samviskulaus þegar kemur að því að deyða pöddur. Þannig að ég þyrfti bara að fara að líta á mannfólkið sem pöddur og voilà... hinn fullkomni hryðjuverkamaður! Líkið fór svo í ruslafötuna!
Athugasemdir
hahaha :) Er búin að skemmta mér vel við að lesa um þessa fyrstu daga þína í útlandinu. Held að þú ættir samt að setja al-Qaida á "hóld" og íhuga málið aðeins betur. Algjör vibba padda samt!
Valdís (IP-tala skráð) 6.8.2006 kl. 19:50
hehe skemmtilegt bloggið hjá þér litli færeyingur, við Anna erum búnar að skemmta okkur vel við að lesa og skoða myndir :) hafðu það gott paddan þín
harpa og anna
harpa heimisdóttir, 7.8.2006 kl. 20:37
Dóttir góð. Langar að hrósa þér fyrir lipran stíl í þessum skrifum. Þetta óskaplega skrímsli í glasinu er eins og þú hefur sjálfsagt getið þér til um er einhver þokkalega stór bjalla. Svona eins og járnsmiður á sterum. Algerlega meinlaus og þar að auki þrifalegasta grey. Næst þegar þú færð svona heimsókn, sparaðu þá snyrtivörurnar á hana og hentu henni á dyr eða glugga. Nú, ef þú ert í rosalegum hryðjuverkaham, settu þá puttana í eyrun og stígðu ofan á hana. (bresturinn er svolítið "skerí" fyrir óharðnaðar sálir sem mega ekkert aumt sjá). Hentu svo líkinu í klósettið. Málið dautt :)
Hafðu það sem best.
kv
Pabbi
Bjarni (IP-tala skráð) 7.8.2006 kl. 22:24
Haha litli snillingur! Ég hefði gargað úr mér lungun, hefði ég rekist á svona kvikindi um há nótt og illa sofin!! úff! Þú ert hetja dagsins að hafa þorað að drepa kvikindið ;o) Ég er búin að skemmta mér konunglega í vinnunni að lesa allar færslurnar!
Lára (IP-tala skráð) 8.8.2006 kl. 09:02
Hæ. Er að kíkja á þetta aftur, frábærar myndir. Er ekki alveg vöknuð....sendi þér línu síðar. Kveðja Rugludallur
Anna Jóhanns (IP-tala skráð) 8.8.2006 kl. 09:11
Hæ hæ, gaman að sjá að þú getur bjargað þér :) Vonandi verða kvikindin ekki fleiri. Í sambandi við húsgögn þá er þetta spurning um hvort þetta sé praktíst eður ei, bara smá tipp :þ Gaman að geta fylgst með, vonandi verður þú í miklum bloggham.
Kv. Sigga Elka
Sigga Elka (IP-tala skráð) 9.8.2006 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.