Sit ég ein og sauma

Jæja nú get ég hætt að horfa á bláu sporin á hnénu á mér. Ég fór til læknis í dag og hún fjarlægði saumana. Hnéð lítur bara ágætlega út, þetta virðist ætla að gróa ágætlega. Held samt að ég verði ekki kosin "Fallegasta hnéð 2007" En hver þarf á þvílíkum hégóma að halda? Ekki ég alla vega þar sem ég byggi mína sjálfsmynd á minni innri konu, ekki pakkningunum. Jeh right? Trúðuð þið þessu? Var einmitt að skoða stundaskrána í Baðhúsinu í dag. Sá mér til mikillar ánægju að þeir eru komnir með BodyStep. Jey!! Það er uppáhaldið mitt og einmitt svo gott fyrir hnén. Þannig að ágúst verður tileinkaður Baðhúsinu. Eða það er alla vega planið svona í fjarlægðinni. Gott að hreyfa aðeins á sér rassgatið áður en ég fer í sumarfrí. 

En ég setti smá Búdam inn á spilarann hérna til að leyfa ykkur að heyra. Álit vel þegin!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband