Miðvikudagur, 26. júlí 2006
Magapína, svitaköst og hné sem gefa sig
Fyrsta bloggfærslan hefur litið dagsins ljós. Hélt ég myndi aldrei gera þetta en svona breytast nú hlutirnir stundum. Ætla ekki að lofa neinu um tíðni færslna, þær verða kannski fáar en svo mun ég kannski missa mig í skrifunum. Ég veit heldur ekki hvert verður megininnihald þessa bloggs... hvort þetta verði um tannburstanir og máltíðir, hugsanir og pælingar eða bara eitthvað allt annað. Eitt er víst að ég mun skrifa um veru mína í Færeyjum og því sem þar fyrir augu og eyru ber.
Við erum að tala um það að ég er að fara ekki á morgun heldur hinn!! Það er nú allt að verða tilbúið hér heima, íbúðin að verða komin í horf og ég á bara eftir að henda tuskunum ofan í tösku. Síðasti vinnudagurinn er á morgun og eru það blendnar tilfinningar sem fylgja því. Það er auðvitað alltaf erfitt að fara út fyrir comfort zonið en vitrir menn og konur segja mér að með því þroskist maður og auki víðsýni sína Ég er svona nett stressuð og pínu sorgmædd að vera að fara en um leið spennt og ég veit að þetta er nokkuð sem ég verð að gera. Þetta er auðvitað skrifað í stjörnurnar þar sem ég fór í maganum á mömmu í júní 1976 og því nákvæmlega 30 ár síðan. Þannig að nú fæ ég alla vega að sjá eitthvað
En ég mun nú hefja vistina á að taka ærlega á því á Ólafsvöku sem er víst ekki leiðinlegt. Vona bara að ég mun rata heim á Mýrisnípuveg 38. Eigum við að taka nokkur hehehe á það?? Held að ég fari bara í hláturgöngutúr að lesa skilti ef mér leiðist. Ég hef reyndar engar áhyggjur af leiðindum... held að það verði meira en nóg að gera í vinnunni. Ég hlakka nú samt mest til að fá kannski að fara í gulu treyjuna í kynningarskyni fyrir vinnuna Svo á ég líka forláta lundabol sem ég mun klæðast hvenær sem tækifæri gefst... Ég mun alla vega setja nýjan tískustandard á eyjunum, það er alveg ljóst.
Næst á dagskrá er svo að læra að setja myndirnar inn svo ég geti bara sett þær inn þegar ég nenni ekki að skrifa neitt.
Þar til síðar....
Athugasemdir
kúl
Lára (IP-tala skráð) 27.7.2006 kl. 15:28
þetta verður fínt, vonandi er gaman á vökunni hans ólafs
Kjartan (IP-tala skráð) 29.7.2006 kl. 16:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.