Miðvikudagur, 31. janúar 2007
Siffa og Lasagne
Siffa er mætt á eyjarnar. Rigningin tók á móti henni eins og við var að búast. Ég fór og sótti hana á gula bílnum og fór með hana beint í SMS. Við fórum í Miklagarð að versla fyrir næstu daga og þótti Siffu búðin nokkuð skemmtileg. Við keyptum m.a. tómata í dós, sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað... sjá myndasíðu Siffu. Það þarf ekki endilega að þýða að maður sé heimskur þótt maður sé vitlaus.
Elduðum annars of mikið lasagne sem var samt sem áður mjög bragðgott og verður það eflaust áfram næstu 5 dagana. Við verðum jú að hugsa um að næra okkur á hollan og góðan hátt fyrir gönguna miklu og erum að vinna í því að koma okkur í form. Fórum í 20 mínútna göngutúr fyrir kvöldmatinn. Í RIGNINGU!!
Ég bætti við nokkrum myndum á flickr síðuna mína en samanborið við Siffu eru þetta engin afköst. Ég mun þó reyna að bæta mig.
Athugasemdir
Sagðirðu Lasagna... ég mæti!
Kveðja Áslaug pastafíkill
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 1.2.2007 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.