Mánudagur, 29. janúar 2007
Leti
Ég hefði verið gott fórnarlamb raðmorðingjans í Seven þessa helgina. Hefði bæði verið drepin fyrir leti og ofát. Sem betur fer er búið að ná morðingjanum og ég þess vegna nokkuð hult. Ég treysti því að Sigfríður muni rífa mig upp úr þessu þegar hún kemur á miðvikudaginn. Ég neyðist alla vega til að fara með henni í göngu á laugardaginn. Alveg 10 km sko. Ég er mjög spennt að sjá hvort ég komist þetta. Ætla að vera búin að láta björgunarsveitina vita af ferðum mínum. Þeir eiga voða fína þyrlu. Ég hef aldrei flogið með svoleiðis. Ég er meira að plana hvað við eigum að borða og hvenær við ætlum á djammið. Ég er betri í því en göngutúraskipulagningum. En svona til að sýna lit er hér linkur á göngutúrinn sem við ætlum að fara í ef veður leyfir. (bls.8)
Athugasemdir
Dóttir góð.
Henni Siffu verður ekki nógsamlega þakkað að takast þessa ferð á hendur til að rífa þig upp úr ómennskunni. Þetta lítur út fyrir að vera fyrirtaksferð fyrir svona "sófadýr" eins og þig. Finnst að þú ættir að leggja meira af svona göngum fyrir þig, en ekki týna samt niður hæfileikanum til að skipuleggja djamm. Veit að þú hefur undraverða hæfileika á því sviði og ég gæti þurft að leita til þín með áttræðisafmælið. Miðað við hvert við Íslendingar stefnum, verður aðalmálið þá sennilega jurtafæði og stólpípur. Njótið göngunnar og skemmtið ykkur fallega.
Pabbi (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 08:47
Hljómar spennandi að prófa þyrluna Ég hef aldrei prófað það heldur. Láttu mig vita hvernig var
Matti sax, 31.1.2007 kl. 07:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.