Fyrir Júlíönu

IMG_1121Einu sinni var stelpa sem hét Júlíana. Hún var voða dugleg að læra íslensku. Henni fannst ég þó skrifa svolítið flókna íslensku og þess vegna ákvað ég að einfalda skrifin mín. Júlíana er frá Þýskalandi og er því Þjóðverji sem talar þýsku. Hún talar samt líka ensku, norsku og núna rétt bráðum íslensku. Henni finnst stundum kalt á Íslandi. Þá fer hún í nýju lopapeysuna sína sem hún fékk í jólagjöf. Henni finnst lopapeysan hlý. Það er gott að eiga hlýja lopapeysu þegar það er mikill snjór úti. Þá getur hún farið út að leika sér í snjónum. Hún getur gert snjókarl og snjóengla eða farið í snjókast. Það má samt ekki kasta snjóboltum í bílana. 

Júlíana á heima á Boðagranda. Hún býr hátt uppi. Hún fer alltaf í lyftunni upp í íbúðina sína/mína. Henni finnst gaman í lyftunni. Hún fer stundum í bað í íbúðinni og eldar stundum kvöldmat fyrir sig og kærastann sinn. Stundum eldar kærastinn mat handa henni. Hún verður að muna að bursta tennurnar eftir matinn. Hún á fínan tannbursta og gott tannkrem. Þau vaska oft saman upp nema að annað hvort þeirra hafi tapað veðmáli.  Júlíönu finnst gott að búa á Boðagranda.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég skil þetta líka betur svona, takk fyrir það. læt vera hversu gaman er í lyftunni samt

kjartan (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 09:37

2 identicon

Loksins fékk maður að sjá gripinn góða

ÍRis (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 18:24

3 identicon

spitzeeeeeeeeee!!!!!! þakka þér kærlega, elsku hugrún mín! :*

gripurinn góði ;) (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband