Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 2. október 2006
Flutningar
Fyrirtækið flutti í dag. Fórum úr nýju húsnæði í iðnaðarhverfinu (hehe ef hverfi skyldi kalla) í miðbæinn. Húsið sem við fluttum í er MJÖÖÖÖÖG gamalt og það lýsir því kannski best að það á að rífa það þegar við verðum farin. Samt góður andi í því og það er mjög kósí... alla vega á meðan það er ekki rigning. Ég heyrði draugasögur um það að það læki. En þá er bara að mæta með regnhattinn og regnhlífina og reyna að forða tölvunum frá dropunum. Það er samt æði að vera svona í miðbænum. Ég spurði einhvern tímann hvar allt skrýtna fólkið væri hér í Þórshöfn en eftir daginn í dag fékk ég svarið.... Það er í miðbænum á þeim tíma sem ég er að vinna! Það kom t.d. ein gömul kona, sem var örugglega full, inn til okkar í dag. Skyldi ekki hvað innheimtufyrirtæki var en sagði að það gæti nú ekki verið mjög spennandi þar sem við værum að vinna á tölvur! Hún fór svo bara.
Ég er annars bara að reyna að láta mér detta eitthvað sniðugt í hug fyrir væntanlegt brúðkaup, þar sem ég lét plata mig út í veislustjórnun. En svo þarf maður ekkert alltaf að vera sniðugur. Leiðinlegt fólk getur líka verið ferlega fyndið. Spurning um að taka bara föndurgaurinn í Spaugstofunni á þetta?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 1. október 2006
Gúmmi fyrir afganginn
Hér kemur lítil vandræðasaga af Hugrúnu:
Var í búðinni með Bartal. Við ætluðum að taka video og borða nammi. Vorum sem sagt í nammibúðinni. Vorum búin að taka kjúkling og kók og súkkulaði. Bartal stóð aðeins frá mér og í hugsunarleysi kalla ég til hans: "Should we buy some gummi?" Ég fattaði ekki hvað ég hafði sagt fyrr en ég leit á hann og sá svipinn á honum. Held hann hafi viljað drepa mig á staðnum! Við hlógum svo auðvitað eins og geðsjúklingar og hann var nú fljótur að fyrirgefa mér.
Síðan þá er setningin "Gúmmí fyrir afganginn" mjög vinsæl en það myndi þýðast sem "Smokka fyrir brundið!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 30. september 2006
Planið góða
Nú eru bara sex dagar þangað til ég lendi á Klakanum og er eykst eftirvænting á Snípuvegi með hverjum degi sem líður. Það er alveg komin tími á að kíkja aðeins heim þótt mér líði voðalega vel hérna og leiðist ekki hætishót. En svona er planið:
Föstudagur - kósídagur
- Lending á Reykjavíkurflugvelli 17.15
- Mamma sækir mig og við brunum í Kringluna að finna stígvél og kápu (verð að eyða afmælispeningunum í eitthvað sniðugt)
- Undirbúningur fyrir brúðkaup
- Hitta Láru mína og Önnu mína og kannski einhverja fleiri (drykkja verður í hófi þó þar sem ég ætla að vera hress fyrir stóru stundina hennar Halldóru)
Laugardagur - brúðkaupsdagur
- Klipping og skvering kl.10.30 (þar mun ég fá allar kjaftasögurnar beint í æð og hitta Halldóru, þar sem hún fer í greiðslu til Emilíu. Tek púlsinn á tilvonandi brúði og mun vera með róandi í rassvasanum ef á þarf að halda)
- Heim til mömmu og pabba til að vera nálægt klósettinu ef stressið tekur yfirhöndina vegna veislustjórnar sem ég tók að mér í einhverju bríaríi.
- Kirkjan kl. 15 (Bannað að gráta sko!! )
- Heim til mömmu og pabba á dolluna þar sem kvíði og stress verður örugglega allsráðandi.
- Brúðkaupsveisla kl. 17.30
- Slegið í gegn sem veislustjóri eða hleyp grátandi út vegna ófullkomleika míns.
- Létt þegar formlegri veislustjórn verður lokið.
- Djammað fram í rauðan dauðann, eða farið snemma heim sökum spennufalls og of mikillar drykkju.
Sunnudagur - fjölskyldudagur
- Þynnka í hálftíma
- Innkaup kláruð ef þeim var ekki lokið á föstudeginum
- Heimsóknir
- Kannski boðin í ekta sunnudagsmat hjá mömmu og pabba (smá ábending bara )
- Lífsins notið í faðmi fjölskyldunnar
Mánudagur - vinnudagur
- Vinnan heimsótt örstutt ef ég þarf að ná í eitthvað til að taka með mér
- Flug kl.12.15
- Farið í vinnuna aftur í Þórshöfn
Svona lítur nú planið út og ljóst er að mér mun ekki leiðast neitt. Enda er ein svona helgi mjög flót að líða og hvað þá ef maður hefur nóg að gera. Þannig að ég vona að ég hafi svarað öllum spurningum þínum Íris mín um hvað ég ætla nú að bardúsa á meðan ég verð á Ísalandi.
Svo vona ég bara að Hrefna muni mæta til Færeyja með stórfjölskylduna því það er nú alltaf gaman að fá heimsókn. Það fer nú að skýrast fljótlega vona ég.
Annars er bara gleði á Snípuvegi. Er að fara að skella mér í sturtu og henda í vél og ætla svo að hefjast handa við að vinna til kl.21 en þá er búið að gefa leyfi fyrir því að horfa á sjónvarpið. Byrjað verður á "Stepmom" kl. 21 og að henni lokinni er það "SinCity" annað er óákveðið þótt ótrúlegt megi virðast...
Hafið þið annars ógisslega gott um helgina esskurnar og ég hlakka til að hitta einhver ykkar um næstu helgi (vildi auðvitað helst hitta alla en það gengur bara því miður ekki upp! )
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 27. september 2006
Styttist í heimferð
Það eru bara 9 dagar þangað til ég sest upp í flugvélina og flýg heim á leið. Ég er þá búin að vera hérna í rúma tvo mánuði og tíminn hefur gjörsamlega flogið áfram. Nú eru bara 5 svona tímabil eftir!! Það er mjög þéttskipuð dagskrá alla helgina og það er sko alveg víst að þetta verður ekki afslöppunarferð!
Ég ætlaði að vera eitthvað voða sniðug hérna í dag, en andagiftin er ekki til staðar... enda erfitt að skrifa þegar maður er svangur. En hrísgrjónin eru að sjóða og piparsteikin bíður eftir að lenda á pönnunni.... mmmmm..... get ekki hugsað lengur um þetta, er farin að elda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 24. september 2006
Sunnudagur
Þessi dagur er gjörsamlega búinn að fara í ekki neitt. Vaknaði um hádegið og er búin að eyða deginum í það að reyna að búa til account í itunes-búðinni svo maður geti nú farið að kaupa sér mjúsik. En ég er ekki búin að fá lausn á þessu ennþá og það pirrar mig geðveikt!!! En ég er með eitt í bígerð samt.... að sjálfsögðu.... gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. En ef einhver kann lausn á þessu er hún vel þegin
En vegna fjölda áskoranna frá einni manneskju fylgir þessari færslu mynd af plöntunni sem ég keypti hérna um daginn. Ég er mjög spennt að sjá hvað hún á eftir að lifa lengi blessunin en ég er voða dugleg að vökva hana og svoleiðis. Tala reyndar ekkert við hana... sem gæti verið galli...
Fór annars á djammið á föstudaginn. Hef nú oft skemmt mér betur en það var samt ekkert hryllilega leiðinlegt. Fór bara heim um þrjú og vaskaði upp eftir partýið Sem var auðvitað æði þegar ég vaknaði daginn eftir.
Annars nenni ég ekki að gera neitt af viti. Ætti að vera að vinna en er að spá í að geyma það bara fram á mánudag!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 21. september 2006
Hugrún á ferð og flugi!
Bíllinn minn er kominn til Færeyja!!
Mikið rosalega var nú gaman að sjá kunnuglegan málmklump í fjöldanum í dag. Ég fór kl. 11 að sækja bílinn og var um það bil að ganga í hlað þegar skipið renndi upp að bryggjunni. Ég fór í einhverja móttöku þarna og sagði manninum þar á íslensku að ég væri að sækja bílinn minn. Eftir nokkrar endurtekningar og smá handapat skildi hann hvað ég var að meina. Ég hinkraði svo á meðan einhver annar gaur hljóp eftir pappírunum um borð. Og þar var pappírinn um rauðu þrumuna! Jæja ég fékk eitthvað blað í hendurnar og maðurinn tilkynnti mér að ég yrði að fara yfir til tollaranna og fá stimpil. Með mikinn hjartslátt rölti ég yfir til þeirra, vissi ekkert hvað pabba hefði dottið í hug að láta fylgja með í bílnum. En eftir eitt símtal hjá starfsstúlku tollsins fékk ég stimpilinn. Ég gekk svo aftur yfir í afgreiðsluna og þar var stimplað aðeins meira en að lokum fékk ég annað blað í hendurnar og gat þá farið í pakkhúsið og sótt bílinn.
Það var ólýsanleg tilfinning að setjast upp í kunnuglegan bíl, lausan við öll nútímaþægindi og aka af stað aftur í vinnuna. Mér fannst eins og ég væri drottning Þórshafnar, passaði mig að gefa stefnuljós á réttum stöðum og stoppa fyrir gangandi vegfarendum. Þórshöfn brosti við mér og ég brosti til allra!
Það sem auðvitað ekki má gleymast er að þakka pabba gamla fyrir að nenna að keyra skrjóðinn á Seyðisfjörð á max 90 km hraða og með ekkert útvarp. TAKK ELSKU PABBI MINN!! Og þar að auki fengum við í vinnunni helling af ristapokum frá Myllunni þannig að nú verða samlokur í öll mál
Jæja er að fara í bíltúr.... hehe eða bara að þrífa aðeins þar sem ég er að fá vinnufélagana í mat og geim á morgun og maður verður nú að reyna að koma vel fyrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 19. september 2006
Engar afsakanir lengur....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 18. september 2006
Smá ljós
Það staðfestir enn frekar óspennanleika færslunnar hér á undan að það dettur engum neitt í hug til að kommenta
Ég fór sem sagt í dag og skoðaði frystikistu!! Fann voða fína 110 l kistu á fínu verði. Ég er sko geðveikt spennt að verða frystikistueigandi... hef aldrei átt svoleiðis. Næsta skref verður svo að fara að taka slátur og kaupa svið... eða ekki! En ég ætla að fara á morgun og festa kaup á gripnum, vona bara að hún verði ennþá til þar sem það var bara eitt eintak eftir en ég komst ekki til að kaupa hana í dag. Þannig að allir þeir sem ætla að koma í heimsókn geta átt von á því að ég muni eiga klaka í viskíið og heimalagaðan ís
Eftir vinnu fórum ég og Bartal á kaffihús og fengum okkur að borða. Það var nú frábært að fara eitthvað annað en í vinnuna og heim. Hittum einhverja konu sem Bartal þekkti og hún sagði alveg magnaða setningu þegar hún sá að við vorum að reykja: "Drekkið ykkur frekar í hel en að vera að þessum helvítis reykingum!" Hehehe aldrei að vita nema maður taki hana bara á orðinu... skipti sígarettunum út fyrir viskíið
Svo var ákveðið í reglubók Hugrúnar að það mætti horfa á sjónvarpið í kvöld þar sem ég var svo dugleg að vinna um helgina... sendi kannski bara nokkra tölvupósta og læt það gott heita. Jæja ætla að fara undir teppið!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 17. september 2006
Óspennandi líf
Það er nokkuð ljóst að ég verð að fara að láta mér detta eitthvað sniðugt í hug til að skrifa um hérna þar sem það er ekkert gaman að segja frá lífi mínu hérna. Er bara að vinna og vinna og vinna meira! Sem er svo sem allt í lagi... ennþá alla vega. Helgin fór sem sagt í svefn (við erum að tala um að ég vaknaði kl. 17.30 á laugardaginn!! Eigum við að ræða það eitthvað eða?) og vinnu og einn stuttan göngutúr út í búð. Enda er hausinn á mér nokkuð steiktur í augnablikinu þar sem ég er meira og minna búin að sitja fyrir framan tölvuna síðan á hádegi! En ég er líka búin að gera helling sem er mjög gott.
Ég held reyndar að ég sé búin að setja færeyjamet í því að drepa hrossaflugur og önnur skorkvikindi. Þetta er akkúrat ástæðan fyrir því að ég gæti ekki hugsað mér að búa í kjallaríbúð ef ég fengi að ráða. Ég þoli ekki þessi helvítis kvikindi. Var að enda við að drepa ógeðslega margfætlu sem verður örugglega til þess að mér á eftir að finnast alls konar skorkvikindi skríða á mér þegar ég fer að sofa. Nema að Harry Potter geti látið mig gleyma þessu. Hann er nefninlega að kenna mér færeysku blessaður. Það er reyndar mjög fyndið að lesa hann á færeysku... mikið um gandakarla og lykt (sem mér finnst alltaf vera lykt en ekki ljós, sem veldur oft kátínu á Snípuvegi)
Ég get nú samt glatt þá sem höfðu gaman af skrúbbfærslunni og ryksugufærslunni að nú stendur til að kaupa frystiskáp á heimilið. Þoli ekki að þurfa að borða sama matinn marga daga í röð af því að ég á ekki frysti og allt er selt í svo stórum pakkningum. Að því ógleymdu að geta ekki átt klaka í ginið!! Þannig að ég veit ekki hvort ég þarf að panta þetta frá Danmörkinni eða hvort þeir luma á litlum krúttlegum frystiskáp hér á eyjunum. En það kemur í ljós og mun ég leyfa ykkur að fylgjast með leit minni að hinum fullkomna frystiskáp!!
Góðar stundir og góða nótt!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 13. september 2006
Síðbúnar fregnir af helgi og öðru
Jæja ég skulda ykkur nú langa færslu núna... alveg ár og öld síðan ég hef látið heyra í mér. En það er alltaf brjálað að gera hérna í sveitinni.
Föstudagskvöldið var tekið með trompi. Randi bauð okkur öllum í fyrirtækinu, já öllum fjórum í æðislegan mat með rauðvíni og öllu tilheyrandi. Við sátum svo bara og kjöftuðum þangað til vodkinn var tekinn fram og partýið hófst fyrir alvöru. Bærinn naut svo samvista við þrjú okkar og er svo sem ekkert mikið um það að segja. Fórum á Rex þar sem við dönsuðum aðeins og ég var að tala við eitthvað fólk þangað til kominn var tími til að fara heim. Bartal kom bara og gisti hjá mér og vorum við að spjalla til sex um morguninn! Dagurinn eftir varð svo letidagur dauðans... við sóttum okkur feita hammara með djúsí frönskum og ég átti kokteilsósu í ísskápnum (held að Færeyjar séu eina landið fyrir utan Ísland sem selja kokteilsósu). Við fórum svo í bíltúr heim til Bartals þar sem ég hafði aldrei séð húsið hans. Það er á æðislegum stað svona 20 mín. fyrir utan Þórshöfn. Þetta var gamall sumarbústaður sem stendur upp á hæð, þannig að það er ekki hægt að keyra að húsinu heldur verður að ganga upp að því. Ég þakkaði fyrir lágbotna skóna sem ég var í því ég hefði ekki treyst mér þarna upp á hælum!! Ekki mjög skvísuvæn aðkoma. Eníhú við sóttum svo dvd spilarann þar sem það vill svo skemmtilega til að hann á dvd spilara en ekkert sjónvarp en ég á sjónvarp en ekki dvd spilara... sniðugt!! Tókum svo tvær myndir og lágum bara eins og klessur og horfðum á sjónvarpið og spiluðum asnalega tölvuleiki. Hann gisti svo bara aftur hérna og sunnudagurinn fór í svipaða vitleysu... usssss.... Held að nágrannarnir séu farnir að slúðra
Mánudagurinn tók svo við með allri gleði sem þeim dögum fylgja. Ég kom heim úr vinnunni og ákvað að fara að mála eina herbergið sem er ekki reddí í höllinni minni. Það var nú voða gaman að vera að dúlla þetta nema það að ég sá helst til lítið hvað ég var að gera. En ég sá daginn eftir að þetta var nú bara nokkuð gott hjá mér. Ég kláraði svo að mála á þriðjudeginum og þreif aðeins líka þar sem ég er að fá heimsókn frá vinnunni á Íslandi bara rétt á eftir. Minns er sko búinn að búa um og allt. Þannig að eins og þið sjáið er mér ekkert búið að leiðast neitt... bara nóg að gera!
Vinnan er líka búin að ganga ágætlega. Varð aðeins pirruð á þriðjudaginn og missti mig aðeins við Bartal. Fékk svo samviskubit og bað hann afsökunar. Hann skildi ekki hvað ég var að tala um...?? Hafði ekki tekið neitt eftir því að ég væri eitthvað pirruð! Hehehe svona verð ég nú brjáluð þegar mér finnst ég vera að missa mig... fólk tekur ekki einu sinni eftir því!
Svo verð ég víst að leiðrétta smá misskilning sem var í færslunni hérna á undan þegar ég talaði um að eina manneskjan sem maður gæti stjórnað væri maður sjálfur. Ég get það ekkert alltaf, þ.e. haft stjórn á mér, en það sem ég meinti er að maður getur bara REYNT að stjórna sjálfum sér... ekki öðrum, hvort það tekst er svo allt önnur Ella
Já og svo gleymi ég AÐALfréttinni... Ég náði prófinu mínu sem ég féll í í vor!! Það var knappt en ég náði þó. Þið eruð því að lesa blogg konu sem er alveg verða BA í þýsku með íslensku sem aukagrein! Þið þekkið örugglega ekki margar svoleiðis!!
Leiter folks og áfram Magni (hehe)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)