Fimmtudagur, 7. september 2006
Gagnrýni og minnimáttarkennd
Fór að velta því fyrir mér í dag hvort það gæti verið að Færeyingar þjáðust af sömu minnimáttarkennd og Íslendingar. Þá meina ég hvort að svona litlar þjóðir fyllist ákveðnum rembingi þegar kemur að því að eiga við sér stærri þjóðir? Íslendingar eru nú þekktir fyrir þjóðarstoltið og allri geðveikinni sem henni fylgir eins og kjósa eins og brjálæðingar í alls konar keppnum og þurfa alltaf að vera fremst á merinni með alla hluti, nema það sem þeim finnst ekki skipta máli. En um leið og ég er að skrifa þetta kemur annað upp í hugann. Kannski eru þetta ekki Færeyingarnir (og ég get eiginlega varla sagt Færeyingar þar sem ég þekki þá nú ekki marga) ... kannski er það bara ég sem get svona illa tekið gagnrýni og finnist allt best og frábærast sem frá Íslandi kemur? Það er önnur pæling...
Svo ég útskýri þetta nú aðeins er ég bara pínu pirruð á gagnrýni sem beinist að mér þessa dagana. Eða það er ekki beint verið að gagnrýna mig en ég þarf að hlusta á gagnrýnina og reyna að finna lausn á henni. Það er svo sem ekki það versta heldur finnst mér fólk ekki vera að gefa hlutunum séns og sjá það jákvæða við þá heldur einblína á neikvæðu hliðarnar. Eru kannski ekki að sjá heildarmyndina. Pirringur þessa fólks er þá líka stundum vegna þess að það gefur sér ekki tíma til að prófa sig áfram heldur byrjar bara að öskra þegar eitthvað virkar ekki eins og það var búið að ímynda sér. Og þar kem ég til sögunnar sem er búin að umgangast þennan hlut alveg jafn stutt og þetta fólk og kann ekkert meira á hann en það en sé enga ástæðu til að æsa mig yfir því. Reyni svo bara að finna lausn á vandanum, sem stundum tekst og stundum ekki. Ég varð bara hálfskelkuð á tímabili í dag vegna þess sem mér fannst vera óeðlilegur pirringur og rosaleg viðbrögð yfir einhverju sem ég sá ekki að væri svona mikið mál. En þá hef ég nú reyndar bara reynt að telja upp að tíu... og stundum upp að tuttugu og þrjátíu... því það er nú algjör óþarfi að allir séu pirraðir og eins og allir eiga að vita getur maður bara stjórnað sjálfum sér en kannski reynt að hafa áhrif á aðra. Hvað þeir svo kjósa að gera eða segja er ekki í mínu valdi!
Bla, bla!! Þetta var nú gott að pústa hér aðeins. Hvort þetta er skemmtileg lesning er annað mál en það eru hvort eð er allir hættir að kommenta þannig að ég skrifa bara fyrir sjálfa mig!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 5. september 2006
Dauði og djöfull
Það er bara ekkert að gerast þessa dagana. Er bara að vinna og er svo bara að dúlla mér heima á kvöldin. Dúlleríið felst í að hanga í símanum, hanga í tölvunni eða hanga fyrir framan sjónvarpið. Dáldið mörg höng í því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 4. september 2006
Góður yfirmaður
Bossinn hérna í Færeyjum er snillingur! Við héldum fyrsta starfsmannafundinn okkar í morgun kl.9. Síðast á dagskránni var surprise, surprise!! Ég hélt auðvitað að þetta væri eitthvað ferlega hallærislegt en svo kom á daginn að þetta var enn ein leið stjórans til að hvetja okkur hin áfram með sniðugum sögum og athugasemdum. Ég ætla að útskýra þetta aðeins nánar:
Hann byrjaði á því að láta okkur fá stein. Þessum steini fylgdi sagan af manninum sem rúllaði steininum alltaf upp á fjallið en missti hann alltaf niður hinum megin þegar toppnum var náð. Þetta táknaði manninn sem vinnur alltaf eins og brjálæðingur en nær ekki markmiðum sínum.
Eftir þessu fengum við hluta af öryggisbelti úr bíl. Þetta táknaði þá sem eru alltaf á örugga svæðinu í lífinu. Ég skildi ekki alveg söguna sem fylgdi þessu.
Gullpeningar... úr súkkulaði reyndar streymdu svo yfir okkur þar sem þeir áttu að tákna sigurvegarana sem hann sagði að sjálfsögðu að einkenndi okkur. Við hefðum öll farið út úr þægindasvæðinu okkar til að reyna eitthvað nýtt.
Til að kóróna allt saman kom hann svo með ýmsa hluti sem áttu að aðstoða okkur í að líta vel út í augum viðskiptavinsins. Upp úr krafsinu dró hann eyrnapinna, svo við myndum alltaf heyra í kúnnanum, dót til að pússa skóna okkar, ilmvatnsprufur, mintur, peru, svo við gætum alltaf haft kveikt á henni og síðast en ekki síst... konfekt með víni inn í ef allt annað þryti
Alveg ótrúlegt hvað gleði annarra getur smitað mann og fyllt mann eldmóði að gera sitt allra besta!!
Ég henti inn nokkrum myndum frá göngutúr sem ég fór í á laugardaginn. Eru í albúminu Göngutúr
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 3. september 2006
Sniglar
Getið þið ímyndað ykkur snigil sem er að flýta sér? Ekki það? Eruð þið viss? Nei ok, ég get það ekki heldur!! Það er nefninlega mjög mikið af sniglum hérna og eins og önnur dýr sem eru minni en ég finnst mér þeir frekar ógeðslegir. Þess vegna fundust mér þeir örugglega svona góðir á bragðið... því mér finnst gaman að borða óvini mína. Geri samt of lítið af því, ætti kannski að prófa að gera kóngulóarbuff og bjöllusalat. Gæti verið gott á bragðið...
Ég get samt ekki hætt að hugsa um hvernig sniglar flýta sér... Ég er búin að vera að hugsa um þetta í nokkra daga og sé alltaf fyrir mér eftirfarandi samtal:
Solla snigill við Sigga snigil: "Siggi minn, flýttu þér nú!! Það er maður að koma og ef þú flýtir þér ekki stígur hann ofan á þig"
Og ég sé fyrir mér aumingja Sigga snigil verða eldrauðan og flýta sér eins og hann getur en það bara gerist ekki neitt og hann bara lúsast áfram eins og hann er vanur. Þegar ég hugsa um Sigga snigil að flýta sér fæ ég sömu tilfinningu og þegar maður er með martröð. Einhver er að elta mann og maður hleypur og hleypur en kemst ekkert áfram. Ef mér líður þannig getur maður rétt ímyndað sér hvernig Sigga snigli líður!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 31. ágúst 2006
Aðeins meira af Ólafsvöku
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 30. ágúst 2006
Veikindi
Alveg ótrúlegt hvað það er leiðinlegt að vera veikur Ég fékk sem sagt hita eftir vinnu í gær og ég held ég hafi ekki fengið svona háan hita í nokkur ár. Mín kenning er sú að þetta sé rakinn hérna í loftinu... líkaminn eitthvað ringlaður á þessum breytingum. Ligg bara hérna heima með hor og hálsbólgu og vorkenni sjálfri mér. Er voðalega dugleg við það þessa dagana... það er sjálfsvorkunina. En ég mun rífa mig upp úr henni um leið og ég hressist. Maður má alveg vera lítill í sér þegar maður er veikur er það ekki??
Ég er nú heldur ekki mjög skynsöm í kvikmyndavali... var að horfa á Alfie sem skilur mann eftir með fleiri spurningar en svör og nú er The Notebook að byrja... Ég ætla því að kveðja í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 29. ágúst 2006
Myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 28. ágúst 2006
Seinkun á myndum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 28. ágúst 2006
Afmælishelgin
Nú er stórafmælið yfirstaðið og ég veit að margir bíða spenntir eftir slúðrinu... ég verð samt að valda ykkur vonbrigðum því það er eins með Þórshöfn og Vegas! "what happens in Tórshavn stays in Tórshavn!" Ég skal nú samt segja ykkur smá. Þetta var tvöföld djammhelgi svona eins og afmælishelgar eiga að vera. Kíkti aðeins með vinnufélugunum út á föstudagskvöldinu í bjór og samloku. Það endaði auðvitað í aðeins meiri bjór en áætlað var með söng og öllu tilheyrandi. Við fórum á Manhattan þar sem Kim Hansen og James héldu uppi fjörinu og þjófstörtuðu afmælinu með því að syngja afmælissönginn fyrir mig fyrir miðnætti. Það var samt voða sætt enda fór ég svo heim stuttu seinna þar sem ég þurfti að mæta snemma á flugvöllinn til að sækja Láru kláru.
Lára í Færeyjum
Lára mætti til Færeyja galvösk eins og henni einni er lagið. Var yfirheyrð í tollinum um innihald kassanna sem hún kom með fyrir vinnunna. Hún lenti þó ekki í neinum vandræðum sem betur fer. Við byrjuðum á því að koma heim þar sem hún tók út húsnæðisbúnað og hreinlætistæki og svo héldum við í húsgagnaskoðunarferð. Ég vissi auðvitað að ég var með réttu manneskjuna í þess háttar leiðangur þar sem hún fann handa mér borðstofuborð og margt annað sem ég mun fræða ykkur um þegar það verður komið í hús. Við röltum svo bara í bænum og sötruðum bjór á kaffihúsum þangað til tími var kominn til að fara heim og græja sig fyrir kvöldið. Áður en bjútítrítmentið hófst var samt pakkatími og það var nú alveg ótrúlegt hvað kom upp úr krafsinu þar. Ég varð ekkert smá hissa á öllu sem hún dró upp úr ferðatöskunni frá vinum og vandamönnum. Þetta voru allt æðislegar gjafir sem hittu allar beint í mark og sumar í hjartað. Mamma og pabbi sendu video sem þau höfðu gert með kveðjum frá vinum og vandamönnum. Það var alveg ferlega krúttlegt og sætt og hefði endað með alls herjar táraflóði ef Kjartan bróðir og Tryggvi frændi hefðu ekki klippt þetta saman og tekið mestu sykurhúðin af þessu með fyndnum athugasemdum. Þannig að þetta var fullkominn blanda af gamni og alvöru. En svo tók sturtan við og tilheyrandi skveringar eftir það og leiðin lá á Toscana að borða. Þar borðuðum við stöllur snigla í forrétt og nautakjöt í aðalrétt. Þessu var skolað niður með viðeigandi léttvíni og miklum hlátri. Ég tók smá rispu á klósetthurðinni sem ekki vildi opnast þrátt fyrir mikla krafta mína... hverjum datt í hug að hafa rennihurð á klósettinu!! Eða hvernig átti mér að detta í hug að maður ætti hvorki að toga né ýta heldur renna.... Asnalegt!!
Eftir þetta tók svo við almenn drykkja og gleði og í hópinn slógust Randi og Bartal. Að sjálfsögðu var afmælissöngurinn sunginn aftur af tónlistarfólki Cafe Natur og við héldum að sjálfsögðu uppi fjörinu á staðnum. Það fannst okkur allavega Við fórum svo og tókum nokkur spor á Cippo og Rex en um fimmleytið var kominn tími til að halda heim. Svefninn tók samt ekki völdin fyrr en um sjöleytið
Á sunnudeginum vöknuðum við og pöntuðum pizzu. Heilsan var nokkuð góð miðað við árangur gærkvöldsins og Bartal fór með okkur skvísurnar í bíltúr að skoða "Risann og kellinguna" Það eru tveir klettar í sjónum sem eru að sjálfsögðu tröll, nema hvað! Þau komu frá Íslandi og ætluðu að draga Færeyjar að Íslandi en náðu ekki heim áður en sólin kom upp og urðu að steini blessunin Við Lára fórum svo í göngutúr um kvöldið og þar með var þessi allt of stutta helgi búin og kominn tími til að fara að sofa.
Það var auðvitað alveg ómetanlegt að fá allar þessar kveðjur frá fólki sem mér þykir svo vænt um og það er á dögum sem þessum sem maður gerir sér grein fyrir hvað það er margt fólk í kringum mann sem maður getur stólað á. Að hafa Láru til að fagna þessum degi með mér var auðvitað toppurinn á öllu því maður verður nú alltaf ríkari af því að umgangast hana. Þannig að þetta var bara fullkomin helgi og þrítugsbömmerinn hefur ekki helst yfir mig ennþá sem hlýtur að teljast ágætt.
Nú er aftur á móti kominn tími til að fara að sofa ef það verður í boði þar sem nefið er stíflað og hálsinn aumur. Ég ætla samt að henda inn nokkrum myndum frá helginni.... en bara þeim sem eru birtingarhæfar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 23. ágúst 2006
Loksins, loksins!!
Jæja ég get glatt þá sem ekki eru hættir að fylgjast með þessari síðu að ég er komin með nettengingu heim. Í hinum fullkomna heimi ætti það að þýða að bloggfærslum fjölgi. Ég mun samt engu lofa um það. Það er ekki gott að lofa upp í ermina á sér... nema ef maður er í stuttermabol.
Ég á að vera að læra undir próf en er í staðinn að blogga þetta og með fæturna í bleyti svo ég geti skafið af þeim skinnið um leið og þessari færslu líkur. Prófið agalega er samt á morgun og ég get alveg viðurkennt það að ég er mjög stressuð! Stressið stafar af almennu skilningleysi á námsefninu og hræðslu við að mistakast í annað skiptið. Það er aldrei hægt að gera meira en sitt besta og svo verður kennarinn að finna tölu til að meta hvað mitt besta er á skalanum 1-10. Vonum bara að það verði alla vega 5.
Ekkert að frétta sérstakt svo sem, nema það að ég ætla að fá mér bjór annað kvöld á meðan ég baka fyrir samstarfsmenn mína og skúra fyrir Láru. Spenningurinn er að verða svakalegur fyrir heimsókn konunnar en ég veit að okkur mun sko ekki leiðast agnarögn. Ferðin mun hefjast á búðarleiðangri þar sem ég mun þiggja góð ráð varðandi innanstokksmuni. Síðan verður farið heim í allsherjarbjútítrítment og svo ætlum við út að borða á Toscana. Eftir það munu vinnufélagar mínir slást í hópinn og þá verður sko fjandinn laus. Sunnudagurinn fer svo í að túristast eitthvað, fer eftir heilsu. Það er alla vega búið að ákveða það að það verður rosalega skemmtilegt!!
Jæja þá eru það bækurnar...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)